Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 16

Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 16
148 LÖGRJETTA 144 arnir eru yfir 16000 fet (ensk), eða meira en helmingi hærri en Öræfajökull og jökull á þeim. Margar ferðir hafa veríð farnar í þessi fjöll síðan Stanley var þar og er einna frægust ferð hertogans af Abruzzi 1906. í ár klifu tveir Englendingar einn hæsta tindinn. Belgiski leiðangurinn á að kort- leggja vesturhlíðar fjallanna og gera jarð- fræðilegar og dýra- og grasafræðilegar rannsóknir. Þær eru erfiðar, bæði vegna þess að þarna snjóar og rignir í 320 daga ársins og ofsarok eru tíð, og blámennírnir þama eru fullir hjátrúar og ótta við að ganga á jökulinn. 'Hraðfrystíng jNý geymsla á matvælum Allir þekkja erfiðleikana á því að geyma og flytja matvæli, svo að þau missi ekkert, eða sem minst af næringargildi sínu. Menn hafa notað ýmsar aðferðir, s. s. söltun og kælingu ' eða ísingu og niðursuðu. Hver að- ferðin um sig hefur sína kosti og galla. Niðursuðan spillir oft miklu næringargildi, söltunin og kælingin breyta vörunni að ýmsu leyti, hún hefur ekki sama bragð og sama gildi og nýmeti, en flestir vilja fá matinn nýjan, enda er hann talinn hollast- ur þannig. Mikil verðmæti fara forgörðum i flutningum og við skemdir og mikil fram- leiðsla verður af markaði vegna erfiðleik- anna á því að koma henni óskemdri til neytendanna. Menn hafa !>ví eðlilega gert margar tilraunir til þess, að ráða bót á þessu, en ekki tekist enn til fulls, þótt kæli- aðferðirnar hafi á síðustu árum tekið mikl- um framförum. En nýlega er farið að fram- kvæma í allstórum stíl nýja kælingarað- ferð, sem margir álíta að muni gerbreyta og bæta geymslu og flutning matvæla og valda því, að unt verði að fá nýmeti svo að segja hvenær og hvaðan sem er, einkum á- vexti, grænmeti, ket og fisk. Þessi nýja aðferð er nefnd hraðfrysting, og er með öðrum hætti og bygð á nokkuð öðrum grundvelli en venjuleg frysting eða kæling. Frystingin þarf að gerast mjög fljótlega og þarf talsvert meiri kulda en venjuleg frysting ( 35—40° Fahrenheit, en þó stundum miklu minna, ofan í -KL0° F. eða 24° Celsius). Eftir frystinguna þurfa vörurnar einnig að haldast í miklu meiri kulda, en við venjulegar aðferðir og til geymslunnar þarf því sjerstaklega útbúna nýja kæliskápa, þar sem kuldinn er 30 stig F lægri en í venjulegum kæliskápum. Til þessa eru menn farnir að nota annað- hvort vjelræna kælingu eða svonefndan þurraís (kolsýrusnjó), sem er miklu fyrir- ferðarminni en venjulegur ís. Til þess að kæla og halda við jöfnum kulda í 20 smá- lesta flutningavögnum, þarf 275 kg. af þurraís, en ef sama vörumagn ætti að vera kælt með venjulegum ís þyrfti af honum 2750 kg., eða 10 sinnum meira. Þegar vörur eru hraðfrystar er tekinn úr þeim allur úrganguv, bein, kjarnar o. þ. h. og er þetta gert með vjelum í stórum hreinsunarstöðvum. Þar verður þessi úr- gangur svo mikill að unt er að hagnýta hann til ýmislegrar vinslu, annarar en mat- væla. Við þetta græðist tvent, annarsveg'ar sparast flutningskostnaður á kældu vör- unni, þar sem hún ljettist við úrganginn og hinsvegar græðist arðurinn af því, sem unnið er úr úrganginum. Menn gera ráð fyrir því, að þar sem hraðfrysting fer fram í stórum stíl nemi þessi gróði svo miklu, að hann vegi svo að segja alveg upp á móti því, sem hraðfrystingin er dýrari en venjuleg frysting, svo að afurðaverðið þurfi ekki að hækka. Þessar eru sem sagt hugmyndir manna um hraðfrystinguna og þær vonir, sem menn gera sjer um hana og tilraunirnar, sem þegar hafa verið gerðar í þessa átt, þykja hafa hepnast vel. Samt gera þeir, sem á þetta trúa, ekki ráð fyrir því, að hraðfrystingin verði orðin almenn fyr en eftir allmörg ár, því að það taki langan tíma og kosti mikið fje að skifta um að- ferðir og endurnýja kælitæki hjá smásölum og einstaklingum. Það er sagt, að á bak við þessar nýju hraðfrystitilraunir felist upp- haflega einföld athugun á algengu fyrir- brigði. Á einum stað í heimskautalöndunum dró maður fisk einn vetrardag sem oftar og rendi færi sínu í vök, sem hann hjó í ís-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.