Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 87

Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 87
285 LÖGRJETTA 286 stefnu safnsins og gefur hugmynd um starfsmöguleika þar í hverri grein. Safnið hefur eignast á árinu rúml. 254 erlend skáldrit og um 130 sögurit. Um heimspeki hafa verið keypt 49 rit (53 bindi og 3 tímarit), um trúarbrögð 24 rit, um uppeldi og skóla 24 rit og 3 tímarit, (af þessum ritum eru 14 skýrslur og fjelagsrit), um verslunarmál 9 rit, þar af 3 skýrslur, um iðnað 2 rit, um búnað 6 rit, um fiskiveiðar ekkert rit, um taí'l 131, um efnafræði 2 og eðlisfræði 7, um málfræði 27 rit). Þetta ósamræmi í ritaukanum sprettur sjálfsagt að nokkuru leyti af gjafabókun- um. Margar nýju bækurnar eru nauðsyn- legar og ágætar. En gloppurnar í safninu eru ýmsar tilfinnanlegar. Jafnvel í nor- rænum fræðum er bókaskortur. Tímarita- eignin hefur aukist og batnað. Þessar at- hugasemdir eru til þess gerðar að benda á nauðsyn þess, að Landsbókasafnið sje eflt betur en orðið er og starfrækt sem best. Einfaldasta og ódýrasta leiðin til þess er sú, að gera það að einum lið í allsherjar fræðastofnun, eins og þjóðfræðadeild há- skólans ætti að vera samkvæmt tillögum ]>eim, sem áður hafa komið í Lögrjettu. IÐNSÝNING er nú haldin hjer í Reykja- vílv. Ilún er stór og fjölbreytt og smekk- lega frá henni gengið, nema helst tveimur stofum. Það er furðulegt hversu margt er nú íramleitt hjer innanlands, sem fyrir fá- um árum þurfti að sækja til útlanda og fckki síður ánægjulegt hversu margt af þessari framleiðslu er vandað og smekk- legt, þótt sumt sje ennþá nokkuð dýrt. Iíúsgagnasmíði er t. d. orðin mjög prýði- leg, sjerkennileg og falleg silfursmíði er stunduð hjer og járnsmíði hefur fleygt mikið fram. Handgert einkabókband getur verið hjer mjög gott, en vjelband ekki ávalt að sama skapi smekklegt enn. Svona mætti fleira telja, ekki síst matvælafram- leiðslu. Sýningin er íslenskum iðnaðarmönn- um til sóma. FRÚ GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR fyrv. bæjarfulltrúi, frá Presthólum, hefur gefið út ritling um Hnífsdalsmálið, og einnig flutt um það o. fl. fyrirlestra hjer í bæn- um, sem þótt hafa skörulegir. Hún vill fá Hnífsdalsmálið tekið upp til dóms að nýju, með því að þau málgögn, sem henni finst þar mest um vert, hafi ekki komið nógu ljóst fram áður, og rakti hún feril máls- ins í fyrirlestrinum skýrt og greinilega, þótt í stuttu máli væri. Síðari hluti fyrir- lestrarins var svar til frk. Katrínar Thor- oddsen upp á fyrirlestur, sem hún hafði áður haldið og hann síðan verið prentaður. Mótmælti frú Guðrún þeim fyrirlestri mjög ákveðið og taldi hann siðspillandi. Hjer skal ekki út í það farið, að dæma milli þeira frú G. B. og frk. K. Th., því til þess þyrfti langt mál. En það undruðust margir, sem hlýddu á fyrirlestur frú G. B., sem nú er komin undir áttrætt, hve kröftugur hann var og snjallur. LÝSI. Islendingar hafa framleitt talsvert mikið af lýsi og flutt út. Verðið hefur num- ið um 10 miljónum króna (1928) og sam- kvæmt síðustu skýrslum var útflutningur- inn 4.866.000 kg. þorskalýsi og 6.346.000 kg. síldarlýsi. Ekki hefur þó orðið úr þessu eins góð eða arðvænleg atvinnugrein og ætla mætti að skilyrði væru til, enda lítið sem ekkert gert til þess, að rannsaka nýja möguleika á þessu sviði. Nú hefur Ásgeir Þorsteinsson verkfræðingur, sem sjerstak- lega hefur lagt stund á efnafræði, byrjað vísindalegar rannsóknir á íslenska lýsinu, sjerstaklega á fjörefnagildi þess og vinslu- möguleikum. Hann hefur komist að þeirri niðurstöðu, að islenskt lýsi sje fjörefnarík- ara en norskt lýsi og Nýfundnalandslýsi og álítur að góðar horfur sjeu á því, að hjer megi framleiða ágætt meðalalýsi og yfir- leitt hafa meiri not af lýsinu en áður. Þess- ar athuganir eru merkilegar og verður væntanlega haldið áfram og hafíst handa um framkvæmdir á vinslu meðalalýsis. LEIFUR HEPNl. Líkneski Leifs hepna hefur nú verið afhjúpað á Skólavörðuhæð- inni í Reykjavík. Gerði það Mr. Coleman, sendiherra Bandaríkjanna, en af íslands hálfu töluðu forsætisráðherrann, Á. Ás- geirsson og borgarstjórinn, Kn. Zimsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.