Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 24
159
LÖGRJETTA
160
Síöurður
‘Tyrírlestur
eftír Uorst, Qíslason
Um eitt skeið á fyrri hluta 19. aldar hygg
jeg að ekkert skáld hafi verið vinsælla hjá
almenningi hjer á landi en Sigurður Breið-
fjörð. Hann var í ljóðagerð sinni í fylsta
mæli við alþýðuskap, eins og það var á þeim
tímum. Hann og nokkrir samtíðarmenn hans
eru síðastir hinna mikilvirku og þjóðkæru
rímnaskálda, sem öldum saman höfðu kveðið
fyrir íslensku þjóðina og stytt henni stund-
ir. Og hann mun vera mikilvirkastur og
að mörgu leyti snjallastur þeirra allra. Eini
maðurinn, sem lagt hefur fyrir sig rímna-
kveðskap, svo að nokkru nemi, eftir daga
Sigurðar og samtíðarmanna hans, er Símon
Dalaskáld. En þegar hann kom fram á sjón-
arsviðið, var gengi rímnakveðskaparins
mjög fallandi, og það hefur ekki rjett við
síðan.
En Sigurður Breiðfjörð er ekki aðeins
mikilvirkasta og merkasta rímnaskáld lands-
ins. Hann er líka þar fyrir utan merkilegt
ljóðskáld, og mörg af kvæðum hans og vís-
um lifa enn og munu um langan aldur lifa
á vörum íslensku þjóðarinnar.
Sigurður er fæddur 4. marts 1798 í Rif-
girðingum, en svo heita eyjar í Hvamms-
fjarðarmynni og heyra til Breiðabólstaðar-
prestakalli á Skógaströnd. Foreldrar hans
hjetu Eiríkur Sigurðsson og Ingibjörg
Bjarnadóttir, og er ekkert sjerlegt frá þeim
að segja. Sigurður mun hafa alist upp eins
og algengt var á þeim árum um almúga-
börn á fremur fátækum heimilum. Faðir
hans hafði verið greindur maður, en öl-
gjarn um of, segir Sighvatur Grímsson
Borgfirðingur. En snemma þótti bera á
óvenjulegum gáfum hjá Sigurði og komu
foreldrar hans honum því til kenslu til
prestsins á Helgafelli, og var hann þar við
nám í tvo vetur. Vildu þau setja hann til
menta áfram, en gátu ekki sakir efna-
skorts. Hann var yngstur af fjórum börn-
um þeirra og, að því er Jón Borgfirðingur
segir, hafði hann þótt nokkuð ódæll og ó-
fyrirleitinn heima fyrir. En hann var lag-
hentur og hneigður til smíða, og var þá
það ráð upp tekið, að láta hann læra beyk-
isiðn. Er sagt, að Bogi Benediktsen versl-
unarstjóri í Stykkishólmi, sem var frændi
Sigurðar í móðurætt, hafi átt hlut að því,
og með styrk frá honum hafi Sigurður
siglt til Kaupmannahafnar 16 eða 17 ára
gamall. Þar var hann þrjú ár, tók próf í
beykisiðn og kom að því loknu heim, sett-
ist að á Isafirði og varð þar beykir og
verslunarþjónn.
Þrjár æfisögur Sigurðar eru til á prenti,
en allar ritaðar löngu eftir dauða hans.
Sú elsta er eftir Jón Borgfirðing og kom
út 1878. Fylgir henni skrá yfir ritverk Sig-
urðar, bæði prentuð og óprentuð. önnur er
eftir Einar skáld Benediktsson og er fram-
an við Úrvalsrit Sigurðar, sem Einar vann
að og gefin voru út af Gyldendalsbóka-
verslun í Kaupm.höfn 1894. Fylgja þeim
skýringar og skrá yfir óprentuð ljóðmæli
Sigurðar, eftir ólaf Davíðsson frá Hofi.
En þriðja æfisagan er eftir Sighvat Gríms-
son Borgfirðing, og er fyrirlestur, sem
hann flutti í Reykjavík 1912 fyrir Alþýðu-
fræðslu Stúdentafjelagsins. Jón Borgfirð-
ingur studdist við óprentað æfiágrip eftir
Gísla Konráðsson, sem var samtíðarmaður
Sigurðar, en töluvert eldri, og eru æfiat-
riði Sigurðar þar ítarlegast rakin, en sú
bók mun nú vera mjög fágæt.
Æfisögurnar bera þess vott, að Sigurður
þótti lítill staðfestumaður og átti oftast við
basl og fátækt að búa. Hann var talinn
óreiðumaður í fjármálum, drykkfeldur í
meira lagi og fjöllyndur í kvennamálum.
Um alt þetta talar hann víða í skopi í
kvæðum sínum, og má vel vera, að vegna
þess hafi almannarómurinn gert meira úr
öllu þessu en vert var.
Sigurður var á sífeldu flökti, aldrei til
langframa á sama stað. Eftir að hann kom
úr siglingunni 1718 var hann fyrst þrjú ár
á Vestfjörðum, þar næst þrjú ár við beyk-
isstörf í Reykjavík, þá þrjú ár í Vest-