Lögrétta - 01.03.1932, Page 15

Lögrétta - 01.03.1932, Page 15
141 LÖGRJETTA 142 ekki væri alt með feldu hjá Kreuger og var jafnvel í ráði, að kyrsetja hann síðast er hann fór frá Ameríku. Ýmsir höfðu þó áð- ur haft ótrú á skipulagi hans. Danski hag- fræðingurinn Birch komst einu sinni svo að orði, er hann lýsti afstöðu þjóðanna í kreppunni, að Svíþjóð sigldi með Kreuger í lestinni. Rússneska skáldið Ilja Ehren- burg samdi rúmu ári áður en Kreugerhrun- ið hófst, skáldsögu um lif hans og ljet hana enda þannig, að hann skaut sig í París og reyndist því sannspár. Orkuver í "Jórdan Vestræn vjelamenning hefur nú tekið í þjónustu sína hina helgu á Jordan í Gyð- ingalandi. Hún hefur nú verið virkjuð fyr- ir atbeina Gyðingsins Pinhas Ruthenberg, og vatn hennar er notað til þess að fram- leiða rafmagn handa Palestinu og Trans- jordaníu. Þetta er eitt af mestu vatnsvirkj- unarfyrirtækjum heimsins og er nú (í júní) verið að vígja það og byrja starfræksluna, en mikill styr stóð lengi um fyrirtækið, einkum 1922, er sjerleyfisveitingin til Rut- henbergs var til umræðu í enska þinginu. Formaður í stjórn fyrirtækisins er Reading lávarður og einn af forstjórunum er James Rothchild. Til þess að framkvæma þessa virkjun hefur þurft að breyta farvegi Jórdan( áin hefur sjálf breytt sjer áður mörgum sinn- um). Mestu vatnsmegni árinnar og ánni Yarmuk, sem fellur í Jórdan, hefur nú ver- ið veitt í stöðuvatn, eða stíflur, sem gerð- ar hafa verið á ármótunum. Þetta er stærð- ar vatn, sem þarna myndast, um hálfönnur miljón teningsmetra af vatni, og sögð land- prýði þarna í auðninni. En árnar sjálfar fyrir ofan stíflurnar hafa verið sviftar feg- urð sinni með virkjuninni, einkum Yarmuk- fossarnir, sem þóttu ein mesta fegurð landsins og fjellu fagurlega meðal olíuvið- arrunna undir fornrómverskum brúar- boga. Nú er lítið sem ekkert vatn í fossun- um og Jórdan ekki annað en lítill áll, fyr en fyrir neðan stíflumar og orkuverin, þar fellur vatnið, eftir virkjunina, aftur í sinn forna farveg, og á þá fremur stutt eftir út í Dauða hafið, enda er áin öll fremur stutt, um 55 mílur. Vatninu er veitt úr stíflunum suðvestanverðum í gríðarmiklum stokkum í allmikilli fallhæð, í turbínur orkuversins fyrir neðan. Þær eru fjórar og tvær af þeim er þegar farið að nota og þó ekki full þörf á þeim báðum. Haifa, Jaffa, Tiberias og Tell Aviv fá nú fremur ódýra orku úr þessu veri. Menn gera sjer vonir um það, að mestur hluti landsins geti feng- ið þaðan ljós og hita, því að orkan er svo að segja þrotlaus. Það er einnig ráðgert, að nota megi orkuna og vatnið til áveitu í stórum stíl, svo að breyta megi eyðimörk- um Jórdandalsins í samskonar frjósemdar- lönd, sem áður voru þar, svo að þarna megi enn verða hið fyrirheitna land margra manna, er fái þar nýja möguleika til nýs og betra lífs en nú á hinum söguhelgu stöðv- um. Tjallgöngur íRannsóhnír í ‘Ruwenaorí Margar glæfraferðir hafa verið famar á síðustu árum á ýms hæstu fjöll heimsins. Fjallgöngur eru eftirlætisíþrótt margra manna, sem sækjast eftir því sjer til gam- ans og frægðar að klífa hæstu tinda og hafa margir orðið að láta lífið í þeim æfin- týrum. Meðal frægra fjallgöngumanna má nefna páfann, hann gekk á torsótta tinda í Alpafjöllum á yngri árum sínum. Frá síð- ustu misserum eru alkunnar fjallgöngurn- ar í Himalaja. Að sjálfsögðu eru þessar fjailgöngur ekki farnar einungis í æfin- týraskyni, en einnig til þess að afla sjer vísindalegrar þekkingar. Einhver helsti þessháttar fj allgönguleiðangur, sem starf- andi er nú sem stendur, er Ruwenzori-leið- angurinn undir stjórn Belgíumannsins de Hemricourt de Grunne greifa. • Ruwenzori er fjallgarður á landamærum Uganda og Kongo í Afríku, milli Albert- og Edward- vatna. Um þessi fjöll hafa frá fornu fari gengið tröllasögur miklar og getur Ptolo- meus þeirra, en Stanley sá þessi fjöll fyrst- ur hvítra manna og lýsti þeim. Hæstu tind-

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.