Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 26
163
LÖGRJETTA
164
Svoldarrímur. Númarímur gefur Ólafur M.
Stephensen sekreteri út í Viðey 1835. Jóms-
víkingarímur og rímur af Fertram og Plató
gefur Helgi prentari út í Viðey 1836. Fyrri
Ljóðasmámuni Sigurðar gefa þeir út kaup-
mennirnir í Stykkishólmi Ámi Thorlacius
og Brynjólfur Benediktsen í Kaupm.höfn
1836. „Frá Grænlandi", sem er lýsing á
landinu og frásögn um veru Sigurðar þar,
eina ritið, sem til er eftir hann í lausu
mál*, gaf Brynjólfur Benediktsen út í Kaup-
mannahöfn 1836. En Konráð Gíslason
hafði, að sögn, ritað það um og breytt
mjög á því málfærinu. Rímur af Aristó-
menes og Gorgi gefur Árni Thorlacius út
í Kaupm.höfn 1836. Síðari Ljóðasmámun-
ina gefur Helgi prentari út í Viðey 1839.
Rímur af Valdimar og Sveini gefur Þor-
steinn Jónsson stúdent og síðar kaupmaður
út í Viðey 1842. Rímur af Líkafróni gefur
Bjöm Pálsson hreppstjóri út í Viðey 1843.
Þessar bækur voru komnar út að Sigurði
lifandi. Eftir andlát hans komu út margir
rímnaflokkar hans, áður óprentaðir, og var
það einkum Jón Borgfirðingur, sem ljet
sjer ant um útkomu þeirra. Páll Sveinsson
bókaútgefandi í Kaupm.höfn gaf þar út
1862 „Nokkra smákveðlinga" eftir Sigurð.
Síðustu útgáfur af ritum Sigurðar eru:
Úrvalsritin, sem áður eru nefnd, Ljóðasmá-
munir, sem Sigurður Erlendsson umferða-
bóksali gaf út í 2. útgáfu í Reykjavík 1911
og 1912, og svo Númarímur, sem Skúli
Thoroddsen gaf út. Og eitthvað fleira mun
hafa komið út af rímum Sigurðar á síðari
árum.
Kveðskapur Sigurðar ber mjög með sjer
einkenni þess tíma, sem hann verður til á.
Sigurður er rúmum 11 árum yngri en
Bjarni Thorarensen og 9—10 árum eldri
en Jónas Hallgrímsson. Þeir nýju straum-
ar, sem eru að koma fram í íslenskum
kveðskap á þessum árum, ná ekki Sigurði
nema að litlu leyti. Ilann er alþýðunnar
barn og kveður eins og hún vill heyra. Þó
hefur hann verið talsvert kunnugur dönsk-
um kveðskap. Um það bera þýðingar hans
vott. Af dönskum skáldum dáðist hann
mest að Jens Baggesen og mun hafa fund-
ið hjá sjer nokkum andlegan skyldleika við
hann. Annars stendur Sigurður föstum fót-
um í samtíð sinni á gömlum, þjóðlegum
grundvelli. En nýju straumanna verður þó
nokkuð vart í kveðskap hans. Hann yrkir
ættjarðarkvæði og náttúrulýsingar, en þau
efni heyra einkum til hinum nýrri kveð-
skap. í kvæðinu „Fjöllin á Fróni“ yrkir
hann í sama anda og Jónas Hallgrímsson,
þótt málfæri og málblær sje þar á stöku
stað fallið í fyrnsku. Hann yrkir þar undir
sama bragarhættinum, sem Jónas síðar not-
ar við kvæðið: „Þú stóðst á tindi Heklu
hám“. Kvæði Sigurðar er eldra, því það er
prentað aftan við Svoldarrímur, sem út
komu 1833, meðan Sigurður var í Græn-
landi, en hið alkunna veitslukvæði Jónasar
er frá 1839. Jeg ætla að minnast nokkru
nánar á þetta kvæði Sigurðar. Það byrjar
svona:
„Hvað fögur er mín feðra jörð,
Fjallkonan gamla, kend við ísa,
hvar tindar hátt úr hafi rísa,
hvítfölduð teygja jökla börð,
standa und hettum krystals kláru
sem kempur, er gylta hjálma báru,
gnapa framyfir gljúpan sjá;
þau geislum hellir sólin á.“
Næstu erindin eru hárómantísk fornald-
ardýrkun. En þar sem Jónasi verður líkt
yrkisefni til þess að minna á, að nú sje
„hún Snorrabúð stekkur“ o. s. frv., þá
segir Sigurður:
„Enn grær á vorri ættarjörð
atorka sönn hjá traustum hölum,
enn er glaðvært í grænum dölum,
hvar gæfusæl sjer leikur hjörð,
enn sjáum lax og silungs fansa
í silfurelfum ijósuin dansa;
fögur er sönglist fugla nóg
um fjörðu, eyjar, dali’ og skóg.”
Hann segir svo, að íslenska bændaþjóðin
líkist enn því, sem hún var í fornöld, og
endar með ávarpi til ættjarðarinnar:
„Heill sje þjer, kæra feðra frón,
fjöllin þín gegnum eilífð standi", o. s. frv.
Ljómandi tilþrif í náttúrulýsingum eru