Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 34
179
LÖGRJETTA
180
Trygð víð andann
Qoethe-minníng
eftír Gunnar Gunnarsson
Gunnar Gunnarsson skáld var fulltrúi Is-
lands á hátíðinni, sem haldin var í Weimar
til minningar um það, að hundrað ár voru
liðin frá dauða Goethe. Hann flutti þar
ræðu þá, sem hjer fer á eftir:
Trygð við andann — og trygð við hvað
sem er, táknar það, að við trúum á það.
Þessi orð gætu verið einkunnarorð hinnar
einstöku hátíðar hjer í Weimar, einkunn-
arorð allrar afstöðu Þýskalands til síns
mikla, síns mesta sonar, og þau geta verið
það af því að þau gætu verið og eru ein-
kunnarorð þess manns, sem dó á þessum
degi fyrir einni öld, þess manns, sem verð-
ur ódauðlegur um allar mannlegar aldir
fyrir starfandi og skapandi anda sinn. Jeg
segi trygð við andann. En samt gnæfir nú
verk hins ódauðlega skálds sem einn af fá-
um tindum upp úr heimsvíðu syndaflóði af
svikum og afneitun á þeim anda, sem var
og er hans andi: hófseminnar og þekking-
arinnar ósveigjanlegi andi. Já, en hann
gnæfir samt upp þessi tindur, gnæfir geig-
laus yfir gruggugt umhverfið. Andinn er
það eina mannlega á jarðríki, sem ekkert
þarf að óttast. Hann mun rísa upp endur-
fæddur úr öllum gnýjandi og gjálfrandi
stormum blóðsins og holdsins. Hann er ó-
forgengilegur, ósigrandi, eilífur. Og ófor-
gengilegur, ósigrandi og eilífur er maðurinn
hvar og hvenær sem hann fylgir andanum,
þá verður vesælt holdið smátt eins og það
er að rjettu, þá myndast jafnvægi, sam-
ræmi, sæla, sú sæla, sem einungis auðnast
hinum bestu mönnum og mestu öndum,
eins og Goethe, og auðnast aðeins fyrir
trygð við andann.
Það verður einnig að teljast með trygð
við andann, að Þýskaland hefur óskað þess
að okkar litla land, hin fjarlæga klettaey,
ætti fulltrúa á þessum hátíðisdegi, trygð
við andann á smærri en hversdagslegri
hátt en hitt, en þó enganveginn lítilsverðan
hátt, því að það sem stórt er, er sett saman
úr eintómu smáu. Við Islendingar eigum í
heiminum og meðal heimsins þjóða enga
vegsemd aðra en andans vegsemd. Við er-
um svo fáir að höfðatölu, að við erum rúm-
lega helmingi fleiri þúsundir en Þjóðverjar
eru miljónir, svo fáir, að ef til dæmis íbú-
arnir í Weimar, sem ekki mun talin nein
stórborg að höfðatölu, flyttust til landsins,
mundi það auka fólksfjöldann um 50%. Og
við erum svo fátækir að auð og veldi, þeim
auð og því veldi, sem á veltur í veröld nú-
tímans, að þótt aðrar þjóðir eigi, jeg veit
ekki hversu margar blýkúlur á hvert höfuð
mannmergðar sinnar, þá eigum við ekki
eina. Við eigum ekki og höfum aldrei átt
vjelbyssu og sprengiefni þekkjum við ekki
önnur en þau, sem brjótast úr brennisteins-
iðrum jarðarinnar í hverum og leirhverum.
Það getur því ekki verið vegna ytri dýrðar
okkar að við verðskuldum heimboðið hingað
í dag. Við erum ekki meðal þeirra ná-
granna, sem hættulegt er að gleyma, eða
gagnlegt að eiga sjer að góðvinum. Enginn
þarf að hafa áhyggjur af því, þótt hann
láti okkur sigla okkar eiginn sjó, — og
það gerum við reyndar. En Þýskaland hef-
ur ekki gleymt okkur þrátt fyrir efnalegt
virðingaleysi okkar og það hefur fallið í
minn hlut, fyrir hönd íslensku stjórnarinn-
ar, að færa hinum heiðruðu bjóðendum
virðingarfylstu og hjartanlegustu þökk,
þökk og kveðju íslands.
Þegar jeg hef nú lokið þessu langar mig
til þess, að mega með örfáum orðum gera
grein fyrir því, hversvegna jafn lítil þjóð
og við erum, fátæk og fámenn bændaþjóð
á afskektri ey, álítum að við þurfum ekki
að fyrirverða okkur fyrir það, að taka á
móti hinu vingjamlega boði og koma hing-
að í dag, til Goethe-hátíðar á þessum virðu-
lega stað. Það er ekki einungis, og jafnvel
ekki fyrst og fremst, vegna afstöðu okkar
til Goethe, en þó einnig hennar vegna. Jeg
er ekki lærður maður og þetta er ekki fyr-
irlestur, og þess vegna verður ekki gerð
hjer grein fyrir áhrifum Goethes á íslensk-