Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 72

Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 72
255 256 LÖGRJETT.A við þetta ritgerðaform. Greinarnar eru vel þýddar og vel valdar. Reyndar er spurning hvort ekki hefði verið betra að taka ein- hverjar nýjar greinar í stað hinnar löngu Jobsbókarritgerðar Frouds, þótt það sje merk grein, úr því ekki voru teknir fleiri gamlir höf. Greinin um „Sál dómkirkju11 er gott sýnishorn af nýtísku essay og eitt- hvað er gott í öllum greinunum. örlendar baehur Byltíngarsaga 'Trotshy’s Þess er auðvitað ekki að vænta, að sögu- legar rannsóknir á rússnesku byltingunni sjeu ennþá nokkuð nálægt því að vera full- nægjandi, hvað þá heldur fullkomnar, ef það er þá ekki fjarstæða, að hugsa sjer það, að sögulegar rannsóknir verði nokk- urn tíma fullnægjandi eða fullkomnar. Við slíku er að minsta kosti ekki að búast um stórviðburði, sem eru svo skamt undan eins og rússneska byltingin 1917, þegar þess er gætt, að franska byltingin 1789 er ennþá víðtækt rannsóknar- og misklíðar- efni. Það er líka margt, sem gerir það erf- itt að rannsaka rússnesku málin og gera sjer grein fyrir þeim, m. a. það, að þau eru enn, og verða sjálfsagt lengi, lif- andi og áhrifamikill þáttur í þjóðfjelags- málum og pólitískum deilum, sem menn taka afstöðu til í blindu fylgi eða blindri andstöðu. Það getur líka ruglað rnenn í ríminu, að ástandið heima fyrir í Sovjet- ríkjunum og reipdráttur valdhafanna og klíkanna þar, eftir að Lenin fjell frá, hefur orðið til þess, að hin opinbera söguritun þar hefur í sumum greinum orðið að sögu- fölsun í málafylgjuskyni fyrir valdhafana. Þetta hefur ekki síst komið fram í afstöð- unni gagnvart öðrum aðalmanni byltingar- innar, Trotsky. Það er ekki þar með nóg, að hann hafi verið gerður útlægur, er hann varð undir í valdastreitunni við Stalin, heldur hefur síðan verið unnið að því leynt og ljóst að þurka hann og störf hans út úr meðvitund þjóðarinnar og fjöður dregin yfir það alstaðar, hversu náið var samband og samstarf hans og Lenins, sem gerður er að þjóðardýrðlingi um leið og Trotsky er sendur valdalaus í útlegð til kapitalistisks lands. Þessi áhugi á því, að sanna það, að Trotsky hafi svo að segja aldrei verið til, hefur gengið svo langt, að rit hans — sem er einhver ritsnjallasti maður byltingarinn- ar — hafa verið tekin úr rússneskum bóka- búðum og ríkisforlagið hefur verið notað til þess að gera hann að engu, með því að hætta útgáfu rita hans í miðju kafi. Hann hefur líka verið máður út af myndum þar sem hann sást með Lenin. Auðvitað verður Trotsky samt ekki máð- ur út úr sögu byltingarinnar, hvaða skoð- anir sem menn hafa á hlutdeild hans í henni. Ilann hefur sjálfur sjeð fyrir því með athöfnum sínum og orðum, að svo verður ekki. Hann var ekki einungis einn helsti þátttakandi í byltingunni, en er nú líka orðinn einn helsti sagnaritari hennar. Hann hefur áður skrifað æfisögu sína, sem Lögrjetta hefur sagt frá, merkilega bók, sem lýsir vel hugsunarhætti byltingar- mannsins og kostum og annmörkum Trot- sky’s sjálfs. Hann hefur einhversstaðar sagt það, að hann væri jafn ánægður með það hlutskifti, að mega í næði hugsa og skrifa um áhugamál sín, eins og að standa í stórræðunum. Hvað sem um það er, þá er hann nú byrjaður að gefa út sögu bylt- ingarinnar og er hún nú til bæði á þýsku og ensku. Auðvitað fer ekki hjá því, að slíkt rit beri þess einhverjar menjar til góðs og ills, að höfundurinn var sjálfur þátttakandi þess, sem hann lýsir. Þetta eru samt ekki persónulegar endurminningar Trotsky’s — hann talar um sjálfan sig í þriðju persónu og þrengir sjer ekki fram — heldur sögu- leg lýsing, bygð í senn á skjölum og skil- ríkjum og reynslu sjálfs hans. Fyrra bind- ið (sem komið er út á ensku: The Over- throw of Tsarism) rekur söguna aðeins fram í júní 1917, en Trotsky hafði komið til Rússlands í maí. Frásögn Trotsky’s er fjölbreytt, lýsing- arnar lifandi og gefa að kunnugra manna dómi skýra og góða mynd af ástandinu og því sem fram fór, þótt deilt verði um sögu-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.