Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 7

Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 7
125 LÖGRJETTA 126 þar á meðal Þýskaland, voru alveg á barmi gjaldþrotsins. Þá var það, að Hoover Bandaríkjaforseti kom á gjaldfresti þeim, sem við hann er kendur, 1. júlí 1931, til eins árs. Menn bjuggust í fyrstu við mikl- um og góðum árangri af þessari ráðstefnu, en hann brást að ýmsu leyti og hefur það mest verið kent afstöðu Frakka. Skömmu eftir að gjaldfresturinn gekk í gildi harðnaði kreppan enn, ekki síst í Þýskalandi, því þá var rifið þaðan í stórum stíl erlent lánsfje, sem veitt hafði verið þangað, og mundi sjálfsagt hafa orðið úr þessu gjaldþrot Þýskalands, ef ekki hefði á elleftu stundu náðst samkomulag við skuldheimtumennina (svonefndir Stillhalte-samningar). Það þótti nú augljós afleiðing þeirrar kreppu og ring- ulreiðar, sem komin var á alt viðskiftalíf vestrænnar menningar, að ekki gæti komið til mála, að taka upp aftur skaðabótagreiðsl- umar óbreyttar samkvæmt Young-samþykt- inni. Hófst nú undirbúningur undir nýjar samningaleiðir. Laval og Briand fóru til Berlin og Reading lávarður til Parísar og í október 1931 fór franski forsætisráð- herrann svo til viðtals við Hoover Banda- ríkjaforseta í Washington. Úr þessu öllu varð samkomulag um að sett yrði nefnd til þess að koma nýju skipulagi á skuldamálin eftir að Þjóðverjar hefðu farið fram á það 19. nóvember, að alþjóðabankinn í Basel Ijeti rannsaka rök sín fyrir óskum um greiðslufrest. Þessi nefnd, svo nefnd Basel- nefnd, kom saman 9. desember og sat á rökstólum í hálfan mánuð, undir forsæti ítalans Beneduce. Nefndin skilaði löngu áliti, en kom ekki fram með neinar beinar tillögur til nýrrar úrlausnar á deilumálun- um. Það, sem hún lagði helst áherslu á, er þetta: að yfirfærslur landa milli, í svo stórum stíl, að greiðslujöfnuður raskist, verða einungis til þess að auka ringulreið- ina, og að það, að skuldabyrði sje ljett af þjóð, sem ekki getur risið undir henni, geti máske orðið til þess eins, að velta henni yfir á aðra þjóð, sem geti ekki heldur borið hana. Loks segir nefndin, að skjót úrlausn á skuldamálunum sje eina færa leiðin til þess, að koma aftur á því trausti, sem er skilyrði fjárhagslegs öryggis og íriðar. Það er ennþá of snemt, að fullyrða nokk- uð um það, hver afdrif þessara mála verði, eða hver árangurinn verði af Lausanne- ráðstefnunni og allsherjarráðstefnunni, sem Bretar boða til á eftir, ef úr henni verður. En það er nú að verða fleiri og fleiri mönn- um ljóst, að nauðsynlegt er að ráða þess- um skulda- og skaðabótamálum til skjótra lykta. Þeim hefur að ýmsu leyti verið hald- ið fram af hörku og ósanngirni. Þótt ófrið- arþjóðirnar hafi að vísu átt um sárt að binda, og Frakkar ekki síst eftir ófriðinn, voru greiðslurnar í upphafi bygðar á þeirri skoðun sigurvegaranna á upptökum ófrið- arins, sem nú orðið er að minsta kosti tal- in mjög einhliða. Skuldamál þessi hafa líka átt drjúgan þátt í því, að koma öllu við- skiftalífi heimsins á ringulreið og auka erf- iðleika og neyð þjóða og einstaklinga. Það væri sjálfsagt öllum fyrir bestu, að þessi skuldaskifti yrðu jöfnuð og þurkuð út, svo að þau yrðu ekki til hindrunar tilraununum til þess að rjetta við vestræna menningu og bjarga henni undan afleiðingum þeirrar heimsku og þeirrar bölvunar, sem heims- styrjöldin var. ‘"Kreppan Orsahír hreppunnar Prófessor Gustav Cassel flutti nýlega Rhodes-fyrirlestra í Oxford og talaði um orsakir kreppunnar og mótmælti ýmsum skoðunum, sem algengastar eru á henni. Kynslóðin, sem lifað hefur eftir stríðið, er sek um margar og miklar yfirsjónir, misfell- ur og ofbeldi við grundvallarhugsanir fjár- málalífsins, sagði hann. Stríðsskuldaskipu- lagið, verndartolla- og innflutningshafta- stefnur þjóðanna, eru að hans áliti slíkar yfii-sjónir og sömuleiðis atvinnuleysisstyrk- ir. En áhrifamesta fyrirbrigði viðskifta- lífsins síðan um miðbik ársins 1929 er hið afarmikla verðfall. Það er algengast að kenna of mikilli framleiðslu um þetta, en það er rangt, segir Cassel. Rannsóknir hafa sýnt það, að framleiðslan á árunum 1925— 1929 var ekki örari og óx ekkert hlutfalls- lega meira en hún hafði vaxið í meðalári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.