Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 38
187
LÖGRJETTA
188
Sígurðar fevíða Safnísbana Sftír Sígurjón Tríðjónsson
I. Torspjall
/
1. Hlákuvindur.
Þeyr fer um sveitina sumarspá þyljandi.
Sólgeislar yljandi
sindra um fannir og mel.
Með móðu í hlíðum
blævindar blíðir
bjóða sitt hlýjasta þel.
Stíga’ upp é ísana elfar flóð niðandi;
ómandi, kliðandi.
Erla fer syngjandi’ í tún.
Svellbunka glæsir,
svellalög ræsir,
sól yfir Kinnarfjalls brún.
Tindrandi smálækir hoppa um hlíðina,
hylla svo tíðina
— vetrarfönn brosir við bleik —
hvetjandi sporið
hvísla um vorið;
livísla um ástir og leik.
Ofan af heiðinni hygg jeg að túnunum,
horfi af brúnunum;
horfi’ inn á framtíðar lönd.
— Láfsgerði’ í eyði
í leiftrandi heiði
lýsir á minningaströnd.
2. Á milli okkar lagðist land.
Heyr
þann samhljóm vors og vona
sem vex í fjarska
og deyr.
Á milli okkar lagðist land;
já land og höf.
Nú þróast þögn og tregi
á þinni gröf.
Nú þróast þögn og tregi.
En landið grær
og glóir sær.
Og endurminning eldi
í ástir fornar slær.
Á milli okkar lagðist land;
já land og höf.
Nú þróast þrastar kliður
á þinni gröf.
Nú þróast þrastar kliður.
0, vina kær
ef værirðu nær,
er endurminning eldi
í ástir fornar slær. —
Á milli okkar lagðist land;
já lönd og höf.
Nú þróast þyrnirósir
á þinni gröf.
Jeg las til loka sögu.
Um hraun og fell,
um fönn og svell,
hið milda mána silfur
í mjúkum bylgjum fjell.
Jeg gleymdi kofakytru.
Niður frá Rín
fjekk náð til mín. —
Nú fljettast sagan forna
við forlög mín og þín.
3. Segðu mjer að sunnan.
Segðu mjer nokkuð að sunnan
af Sigrúnar förum
vindur, sem hvíslar á vogi
og 1 visnuðum greinum.
Segðu mjer nokkuð að sunnan
úr sumarsins dölum,
um glitrandi lauflúað í lundi
og leiftrandi báru.
Segðu mjer nokkuð að sunnan
úr Sigrúnar kynnum;
seg mjer hvort enn loga leiftur
um Logafjalls brúnir;
seg mjer hvort enn stíga söngvar
frá svanmeyjar brjósti.
Berðu svo orð mín og óskir
aftur til baka.
Vindblær, er hvíslar á vogi
og í visnuðum greinum,
segðu’ henni um svani við skarir
er svanmeyja bíði.
Segðu að enn taki og aftur
í árinnar strengi,