Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 29
169
L ÖGRJETTA
170
að hann orti skopbrag um alt saman, og
sýnir það ljettlyndi hans.
Þau Kristín og Sigurður bjuggu á Gríms-
stöðum á árunum 1837—41. Sigurður orti
mikið á þeim árum, en búskapurinn gekk
miður. Efni þeirra gengu mjög til þurðar,
og 1841 urðu þau að bregða búi. Næsta ár
fluttust þau til Reykjavíkur og bjuggu þar
í mestu fátækt síðustu fjögur árin, sem
Sigurður lifði. Hann dó í Reykjavík 21.
júlí 1846 úr mislingum, sem þá fóru hjer
yfir.
Tvo sonu eignuðust þau Sigurður og
Kristín, sem báðir voru látnir heita eftir
danska skáldinu Jens Baggesen. Sá eldri
dó á barnsaldri, en Jens Baggesen yngri
náði fullorðins aldri og fór í siglingar. Geta
þeir, sem skrifað hafa um Sigurð, ekki
nánara um þennan son hans. En í skrá yfir
rit Sigurðar má sjá, að hann hefur gefið
út í Kaupmannahöfn 1857 „Gísla rímur
Súrssonar“ eftir föður sinn. Stjúpsynir Sig-
urðar tveir tóku upp Breiðfjörðsnafnið,
urðu myndarmenn og ólu aldur sinn 1 átt-
högum foreldra sinna.
Bólu-Hjálmar segir í erfiljóðum eftir Sig-
urð:
„Breiðfirðingur allan aldur
angurboða þoldi megn;
heiðnyrðingur heimsins kaldur
hamingjuvoðum stóð í gegn."
Og þetta hefur jafnan kveðið við um Sig-
urð; hann hefur verið talinn olbogabarn
hamingj unnar, eða ólánsmaður, og þá eink-
um vitnað í skort hans og bágindi síðustu
æfiárin í Reykjavík, er heilsa hans og
vinnuþrek var farið að bila. En mundi það
mat á láni og óláni vera alls kostar rjett?
Sigurður segir sjálfur:
„Jeg er mæðumaður,
meir en satt er það;
margt vill ama að,
en er þó oftast glaður."
Þessi vísa er líka eftir hann:
„Oft eru skáldin auðnusljó,
af því fara sögur,
en gaman er að geta þó
gert ferskeyttar bögur.1'1
Það er rjett, að hann nær ekki metorð-
um, völdum nje auði hjer í lífinu, og sömu-
leiðis mun það líka vera rjett, að hann
lifði að síðustu við fullkominn skort, og er
leitt til þess að vita. En á hitt er líka að
líta, að hann lifði alla æfi sína fyrir það
eitt, sem honum sjálfum va^ dýrmætast,
fyrir kveðskapinn. Og fyrir hann náði Sig-
urður almennri viðurkenningu og vinsæld-
um. En var það ekki einmitt þetta, sem
hann sóttist eftir og mat mest? Það er
óvíst að valdamennirnir og auðmennirnir,
sem lifðu samtíða honum, liafi margir ver-
ið ánægðari með hlutskifti sitt en hann,
og fæstir þeirra hafa látið eftir sig verk,
sem orðið hafa langlífari en verk Sigurðar.
Hann segir í einum af rímnamansöngvum
sínum:
„Kvæðin jeg af sulti syng
svo jeg fái staup og bita.“
En slík ummæli mega menn ekki taka of
alvarlega. Hann valdi sjer þetta hlutskifti
sjálfur og hefur líklega, eins og segir í vís-
unni hjer á undan, oftast verið glaður,
þótt skrykkjótt gengi. Hann var ljettlynd-
ur, og jeg hygg, að miklu oftar hafi það
verið ljett og hlý gola frá samúð almenn-
ings, sem bljes um voðir hans, en kaldur
heiðnyrðingur.
Kveðskapur Sigurðar hefur haft töluverð
áhrif á nýrri tíma skáld. Páll Ólafsson hef-
ur án efa mikið af honum lært, og flestir
okkar helstu ferskeytlusmiðir. Steingrímur
Thorsteinsson, sem ólst upp í nágrenni við
hann, hafði miklar mætur á kveðskap hans.
En fæstir munu hafa dýrkað Sigurð á sið-
ari tíma meira en Þorsteinn heitinn Er-
lingsson. Hann las rímur hans og kvæði
aftur og aftur, ár eftir ár, og kunni mikið
í þeim. 0g hafi nokkurt eitt skáld öðrum
fremur átt þátt í því, að kenna honum
braglist, þá er það Sigurður Breiðfjörð.
Þorsteinn minnist hans í kvæðinu „Ljós-
álfar“, er hann lýsir því, hvernig skamm-
degisdrunginn leggist yfir sig og hvað
helst megi ljetta honum. „Loks á Byron
engan yl“, segir hann, „ekki Njála heldur“.
En þá grípur hann til rímnanna og segir:
„þær eru sumar lærðar lítt,
leita skamt til fanga,