Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 55

Lögrétta - 01.03.1932, Qupperneq 55
221 LÖGRJETTA 222 hverri tegund, sem hann vanhagaði ura, í þann og þann svipinn og kann jeg smásögu af því. Þegar Thomsens kjallarinn, en það versl- unarhús hjelt lengi vínsölu, var að syngja útgöngusálminn, fór hann þangað og keypti alt, sem þar var til af einhverri Wiskyteg- und, sem þótti góð; man jeg að ílátin voru öðruvísi en venjulegar flöskur, botninn fer- hyrndur og hliðarnar fjórar uppstrendar. Hannes Hafstein kom þangað litlu síðar og ætlaði að kaupa sjer nokkrar flöskur af þessu góðgæti, en fjekk það svar, að því miður væru birgðirnar þrotnar, því rektor Ólsen hefði keypt afganginn. Ólsen komst einhvern veginn að þessu og sendi Hannesi allar flöskurnar. Ólsen var vinur vina sinna. — Tveir harla ólíkir mannspartar áttust við um alla framkomu hans; var hann því vansæll maður. í aðra röndina viðkvæmur og klökkur, en í hina kaldur og óaðgengi- legur; hann var það, sem kallað er „flott“, en átti það til, sem nefnt er níska. Hann var harðrökrj ettur í hugsun, en kóketter- aði við kúnstina. Ilann var að gutla við að yrka og kom þar sami tvískiftingurinn fram í honum, erfiljóð t. d. um móður sína og föður minn og galsa og glenskvæði, sem sjá má í Stúdentasöngbókinni; þar tókst honum stundum ágætlega, svo sem í við- kvæðinu við Malakoffsvísurnar. Er það mikil íþrótt og ekki heiglum hent, að ríma slíkt svo nokkur vitglóra sje í því. Oft hef jeg reynt, að yrkja um ólsen erfiljóð, eða minningarkvæði, en aldrei ver- ið ánægður með viðburði mína í þeim efn- um; og satt að segja, má það varla minna vera, en maður sje sjálfur sæmilega á- nægður með það, sem maður lætur frá sjer fara. Enda jeg samt þessar línur með síðustu tilraun minni um Björn M. Ólsen: Bar í muna mildi, maður, ljek við böm. Harður, brann í hildi, hærður konungörn. Skildi vel og vildi vaskur hvítabjörn. „Nú er skarð fyrir skildi. Nú er svanurinn nár á tjörn“. Tíu ára áætlun •>< Sftír um söarnaö 'Halldór 'jónsson y á 'Reynívóllum Það málefni, sem mest er rætt um í einhverri mynd hjer á landi um þessar mundir, er hið erfiða efnahagsástand og hið ískyggilega útlit í þeim efnum og er síst furða, þó fólki sje tíðrætt um það, sem er öllum almenningi til erfiðleika á svo mörgum sviðum. Um ástandið er kvartað bæði utanlands og innan, um fjárhagsvand- ræði, og er vissulega ekki annað rætt víðar eða oftar en einmitt þetta. Fjöldamargar ráðstefnur eru haldnar úti í heimi, til þess að ráða bót á þessum vanda og efalaust má segja, að þær úrlausnir sjeu enn ófengnar, er að haldi koma. Það, sem í heild sinni hefur skapað þessa erfiðleika, er of mikil eyðsla. Og þó að stríðið sje talin frumorsök, ber að sama brunni, því hvergi var meiri eyðsla á v'erð- mætum, en einmitt þar. Þegar því linti, ugðu þjóðimar ekki að sjer, eyðslan hjelt áfram 1 óteljandi mynd- um, eyðsla, sem þjóðirnar höfðu ekki ráð á, því það er komið á daginn. Og svo hefr- ur farið sem farið hefur. Eins og geta má nærri, ætla jeg ekki að reyna til að lýsa orsökum þessara synda nema aðeins að nefna þetta eina dæmi af óteljandi mörg- um fleiri. Vitanlega erum við hjer háðir umheim- inum. Við getum ekki að þeirri eyðslu gert, sem farið hefur fram í öðrum löndum, en við verðum þó að súpa seyðið af henni. En ef landsins lýður hefði betur gáð að sjer í þessum efnum, ef hann hefði verið ráðsettari, sparsamari, hagsýnni á undan- förnum árum, en reynslan hefur óneitan- lega sýnt, að hann hefur verið, er öldungis víst, að fjárhagserfiðleikar annara landa, umheimsins, hefðu eigi neitt þvílíkt komið við okkur, sem raun gefur nú vitni. Jeg er viss um, að flestir mundu ýmist afdráttar- laust játa þetta satt að vera, eða þá að minsta kosti gera það inst inni í sínu hjarta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.