Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 14

Lögrétta - 01.03.1932, Blaðsíða 14
LÖGRJETTA 140 139 ‘Nýtt páfabrjef Páfinn hefur nýlega gefið út hirðisbrjef (Caritate Christi compulsi) þar sem hann ræðir ástandið í heiminum í efnalegum og andlegum málum og hvetur allar þjóðir og alla flokka til einingar og sátta. Páfinn segir, að orsök kreppunnar sje ágirndin, fýknin í jarðneska fjármuni, sem Páll post- uli kallar uppsprettu alls ills. Af þessu sprettur, segir hann, skortur jafnvægisins í heiminum og það, að auðæfi þjóðanna hlaðast á fárra manna hendur, sem fara með markaði heimsins eftir eigin geðþótta og valda almenningi með því miklu tjóni. Þetta vandræða ástand verður einnig, að á- liti páfans, til þess að efla óánægju og undirróður, kreppan er gróðrarstía bylt- ingarkenninga og þeirra manna, sem brjóta vilja niður röð og reglu þjóðfjelagsins og trúna á guð. f þessu sambandi fer páfinn hörðum orðum um kommúnista, einkum guðleysisstefnu þeirra. Hann segir að öll- um löglegum vopnum verði nú að beita til varnar trúnni og þjóðfjelagslegum friði og skorar á allar þjóðir að sameinast í eina fylkingu gegn árásunum, „að sameinast og rísa af öllu afli gegn því böli, sem er að buga mannkynið og því ennþá meira böli, sem framundan er“. Páfinn segir að krepp- an, sem nú er, muni máske vera mestu erf- iðleikar, sem á heiminum hafi dunið, síðan syndaflóðið gekk yfir. ‘Kreuger Sagan um Kreuger, sænska „eldspítna- kónginn“, þótti til skams tíma einhver allra merkilegasta saga og mesta æfintýri í viðskiftalífi nútímans og fyrst eftir að Kreuger skaut sig í París voru eftir- mælin eftir hann full af lofi og viðurkenn- ingu á vitsmunum hans og dugnaði og það var talinn nýr vottur um ofurmagn heims- kreppunnar, að jafnvel hann hefði hún bug- að. í einu helsta tímariti Englands var honum líkt við Karl XII. Svíakonung og sögurnar um afreksverk hans voru rifjaðar upp, en á síðustu árum hafa komið út um hann fjórar eða fimm lofsamlegar æfisög- ur á ýmsum málum. Þótt maðurinn hafi verið sjerkennilegur maður og hæfileika- maður, er þessu nú snúið við, eftir að svik- semi hans fór að sannast, svo að á hann er nú óspart velt sökunum og honum kent um margvíslegan ófarnað, og ekki enn kom- ið til botns í því hvað rjett er eða rangt í því öllu. Hitt er víst talið, að Kreuger-mál- in sjeu einhver stórfeldustu svikamál í fjármálasögu heimsins. Hann falsaði sjálf- ur ríkisskuldabrjef í stórum stíl, falsaði bókhald, bjó til fyrirtæki í fjárdráttar- skyni og beitti fyrir sig fávísum og fánýt- um mönnum, sem voru viljalaus verkfæri í höndum hans. Hann hafði þá einnig óskapa- fje undir höndum og gat útvegað og lagt fram hvert stórlánið á fætur öðru. Sjálfur ljet hann fram á síðustu ár lítið á sjer bera opinberlega, en bjó við rausn og ríki- dæmi í New York og París og í Stokkhólmi og virðist hafa verið nokkuð fjöllyndur í kvennamálum. Hann talaði reiprennandi ensku pg góða frönsku og þýsku og las all- mikið nýtísku bókmentir. Hann var verk- fræðingur og stofnaði árið 1907 ásamt Paul Toll byggingafirmað Kreuger & Toll. Hann fór ekki að fást við eldspítnaiðnað fyr en 1913, að hann tók við smiðjum föður síns og kom með miklum dugnaði skipulagi á sænska eldspítnaframleiðslu. Smásaman jókst þessi starfsemi og var orðin alþjóð- legt fyrirtæki, starfrækt mjög mikið fyrir amerískt fje. Kreuger hafði umráð yfir 160 verkspiiðjum í 40 löndum og rjeð yfir fjórum fimtu hlutum af eldspítnafram- leiðslu heimsins og veitti 60 þús. manna at- vinnu. Hann veitti 15 ríkjum stórlán gegn ýmsum hlunnindum fyrir eldspítnahringinn, oftast einkasölu. Þessi lán námu 1200 miljónum sænskra króna. Stærsta lánið veitti hann þýskalandi (125 miljónir doll- ara) og þegar Poincaré var að verðfesta frankann veitti hann Frökkum 75 miljónir. önnur stærstu lánin voru til Ungverjalands 36 inilj. dollara, til Rúmeníu 30 milj. og Jugoslavíu 22 milj. Sumar tilraunir hans í þessa átt mistókust þó (í Tyrklandi og Ítalíu). Það munu hafa verið amerískir fjármálamenn (frá Morganfj elögunum) sem fyrst fengu alvarlegan grun um það, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.