Eimreiðin - 01.05.1901, Side 4
84
Mér stóð stuggur af þessum einkennilegu smíðisgripum, sem
hvergi áttu líka sína í búri né stofu. Pær voru ekki snertar, þó öll
önnur ílát væru þvegin og viðruð á vorin. í*að dró heldur ekki
úr ugg mínum og ótta, að ég vissi til hvers þær voru ætlaðar —
að afi og amma áttu að fara í þeim niður í gröfina — »dimmu
gröfina ljótu«.
Eg man líka eftir guðsorðabókunum gömlu á hillunni yfir
rúmunum þeirra. Pær voru bundnar í skinn, dökkmórauðar utan
og innan og luktar aftur með látúnsspennum.
Afi og amma kunnu alla Passíusálmana utanbókar og auk
þess mikinn fjölda versa og sálma á víð og dreif. Einkum var
amma lærð á þessa vísu. Hún kunni ennfremur ógrynni rímna-
vísna og fjölda gamalla kvæða, sem nú eru gleymd og grafin.
Amma gaf mér Passíusálmana nokkrum tíma áður en hún
dó; en aðra átti hún eftir, sem voru fornfálegri ásýndum. Pau
gerðu þá ráðstöfun, að allar guðsorðabækurnar skyldu fara í kist-
urnar með þeim.
Og nú eru þær 3 álnir niðri í jörðunni: Passíusálmarnir, Ger-
hardíhugvekjur, Píslarsálmar, Krossskólasálmar, Vísnabókin, Dag-
leg iðkun guðhræðslunnar o. m. fl.
Eg sat oft í rökkrinu hjá afa og ömmu. Hún lagði mikla
stund á að kenna mér fræði síti hin fornu: vers og bænir, vísur
þulur, sagnir og æfintýr. Þetta líkaði mér vel, nema versin og
bænirnar, sem mér leiddist að fást við, enda þurfti ég að læra
þau orðrétt utanbókar. — En amma hafði lag á að hafa mig
góðan. Hún sagði mér sögurnar og æfintýrin á eftir versunum
og þótti mér vel til vinnandi, að læra versin, þar sem góðgætið
kom á seinni skipunum.
Amma kunni líka ógrynni álfasagna og drauga. En hún vildi
ekki segja mér þær. Einkum var henni illa við draugasögurnar;
—• »þessi bannsett vitleysa gerir krakka myrkfælna og hjartveika,«
sagði hún. Stundum kvað hún rímur upp úr sér og þýddi jafn-
óðum kenningarnar.
Amma var ólík öllum konurri, sem nú eru á lífi. Ég á ekki
við andlitið, sem alt var hrukkótt, né augun, sem voru sollin og
rauð; því að þær konur, sem nú eru á fótum, geta líkst henni að