Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Síða 13

Eimreiðin - 01.05.1901, Síða 13
93 flot að drekka og rjóma, þegar þeir koma heim frá fénu í hríð og frosti? — Munu þær verða eins brjóstgóðar og barnelskar eins og ammaí Hún fór út á hlað, þegar spurningabörnin voru á ferð- inni, bauð þeim inn, og ef þau vildu ekki stanza eða máttu ekki, færði hún þeim brauð og smér, sykur og mjólkurskán og nýmjólk að drekka. Eða munu þær sýna af sér þrekraunir slíkar, sem amma sýndi, þegar hún gekk. á engið vanfær með barn í fatla? Og afi minn? — skyldu unglingarnir, sem nú eru í skólunum og lausamenskunni, verða jafnokar hans að hiröusemi, iðni og sparsemi? Skyldu þeir verða eins stórleitir og hann var eða þéttir í lund? —- Skyldi nokkur taka helluna af læknum, sem afi brúaði? Guðmundur Frtðjónsson. Fyrirmyndarmaður. Pað er víða siður í útlöndum að leggja fyrir skólabörn þá spurningu, hverjum þau helzt vildu líkjast af samtíðarmönnum sín- um, lifandi eða liðnum. Væri slík spurning lögð fyrir íslenzk börn, og miðað við síðasta fjórðung 19. aldarinnar, þá trúum vér varla öðru, en að mörgum sveinum yrði fyrir að svara: OTTÓ WATHNE. Pað bæri að minsta kosti vott um mikinn þekkingarskort, ef annað yrði ofan á. Pví það mun óhætt að segja, að fáir hafa uppi verið á Islandi síðasta aldarfjórðunginn, er meiri ástæða hafi verið til að taka sér til fyrirmyndar alment, en einmitt Ottó Wathne. Hann var að sönnu ekki íslendingur að uppruna, en hann var orðinn íslendingur og bar hag íslands og velferð fyrir brjósti sem sannur sonur þess. Og enginn getur haft sterkari og öflugri trú á fram- tíö landsins, en hann hafði. Pað var gaman að heyra þetta ítur- vaxna glæsimenni útlista, hvað gera mætti á íslandi og hvernig ætti að fara aö því, að leysa allar miljónirnar, sem nú lægju bundnar í landinu og hafinu kringum strendur þess, úr læðingi sínum.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.