Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Side 18

Eimreiðin - 01.05.1901, Side 18
98 Hrifnir vér horfum, — hann er það sjálfur! — Heill þér hinn frægasti foringi vor! Sannlega sjón þín, svipur og gervi minnir á menning, manndóm og þor. Ver nú á verði, vinur og bróðir! horf út á hafið haukfránni sjón; seið oss af sævi sæmdir og gróða; al upp til frelsis Austurlands frón! Hvert sinn er hraustum hugur vill bugast, biðji þinn svipur sífelt sér hljóðs. Lifendum ljóði letur á grjóti sæmdir og sóma, sigur alls góðs! V. G. Eftirmæli. I. EFTIR UNGAN MANN. I grátmyrkri liggur vort framtíðar frón með fjöllin sín iðgrænu, háu, og starfandi fossa og hagvirkan hug og heiðarnar skógvöxnu, bláu. Og sorglyndis-blikan er svört eins og bjarg, er særinn í skammdegi vætir, því annar hver maður, sem leggur sér leið að landinu — Dauðanum mætir. Eg veit það, að kraftur í kotinu býr, sem kreppir sig, mókir og sefur, að fátæktin gerir sig þvergötu-Pránd. sem þrælkar hann, lamar og tefur; en þegar hann rumskast: á landflótta leið er lagt út í vestrænan bláma — frá örníddu landi og ónumdum sæ, sem erlendum víking’ er náma.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.