Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Page 25

Eimreiðin - 01.05.1901, Page 25
io5 að þverra eftir alla áreynsluna og tvísýnt um úrslitin. Pá réttir eggib því hjálpandi hönd (sjá mynd I. A), það skýtur út ofurlitl- um nabba til móts við það. Nú er eins og sáðdýrið límist að þessum nabba, sem síðan hverfur og um leið dregur það með sér inn í eggið (B. C. og D.). Aðeins þessu eina hlotnast sú ham- ingja, að komast inn, en eftir það myndast enn þéttari og öfl- ugri himna utan um eggið, svo hinum aumingjunum, sem enn eru að reyna kraftana og vilja feta í fótspor hins fyrsta, er gjörður nauðugur sá kosturinn, að hætta og hvíla sig, því frá eggsins hálfu er engrar hjálpar framar að vænta. Pau virðast hata oftekið sig á erfiðinu, því eftir skamma stund týnast þau og deyja. En nú er að segja frá sáðdýrinu, sem inngöngu hlaut í eggið. Líkami þess leysist upp, það missir rófuna, og eftir verður aðeins kjarninn, sem áður er um getið; hann sameinast kjarna eggsins (sjá H. E. F. og G.). F’annig eru nú hinar tvær frumlur, sem 2. mynd. áður voru sjálfstæðar, sáðdýrið og eggið, orðnar að einni frumlu með einum kjarna. Eggið er frjóvgað og fyrsti vísir til fóstursins er myndaður. Eað tékur að vaxa á þann hátt, að eggið klofnar í tvo jafna hluta, við að kjarninn skiftist í tvent og myndar tvær nýjar frumlur, sem eru eins að byggingu (2. mynd A), þær klofna síðan aftur hver fyrir sig á sama hátt, og svo gengur koll af kolli,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.