Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Side 27

Eimreiðin - 01.05.1901, Side 27
107 Hjá æöri dýrum hverfa þessir kirtlar og nýrun koma í staðinn. Eftir að fiskarnir hafa náð þessu stigi, taka þeir aðeins litlum breytingum í fósturlífi, en hin dýrin hætta eigi við svo búið, heldur halda áfram að breytast og vaxa. Lítum vér á næstu myndaröð (4. mynd), sjáum vér fóstur mannsins orðið mánaðargamalt, og því til samanburðar fóstur hinna sömu dýra sem fyr. Öll hafa þau breyzt töluvert; fiskurinn og salamandran hafa þegar að mestu leyti náð því útliti, sem þau síðar hafa, hin eiga enn þá langt í land. Enn þá vottar fyrir tálknopunum, en hins vegar eru útlimir komnir og rófan orðin Skjaldbaka. Hæns. Svín. Kálfur. Kanína. 3 mynd. Rarn. greinilegri. Enn er erfitt að þekkja að fóstur manns og t. d. svíns, og að allri byggingu er það mjög svipað fóstri skjaldbök- unnar og annarra skriðdýra. Breytingarnar halda stöðugt áfram smátt og smátt, tálknopin hverfa og lungu koma í þeirra stað, nýrun rnyndast, meltingar- færin, hjartað og taugakerfið, í stuttu máli alt vex og breytist. Skoðum vér fóstur mannsins tveggja mánaða gamalt, er orðið aug- ljóst, að úr því verður hvorki fugl né fiskur, en mjög svipar því enn þá til hundsfósturs á líkum aldri (sbr. 5. mynd). Að litlum tíma liðnum er þó munurinn orðinn svo mikill að ekki er um að villast. Meðgöngu-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.