Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Qupperneq 35

Eimreiðin - 01.05.1901, Qupperneq 35
Hér samlagast eitt af háfleygustu efnum, sem mannsandinn hefir hugsað sér, einhverri beztu formlegri meðferð, sem tunga vor á til (nfl. Prome- þeifs sagan). í þessu eina kvæði eru margir skáldlegir fjársjóðir. í hvert skifti sem menn lesa það, munu menn finna eitthvað nýtt til að dást að. Sumar línur hér eru á við löng kvæði, t. d.: »en enginn vindur öldur helgar bærði undir vizkutrésins rót«. En um það vil ég eigi fjölyrða hér. Ég vil einungis benda á, að í kvæðinu er miklu meira af skáldlegu hugmyndaflugi tiltölulega, en heimspekilegum rannsóknum um tilveruna. Gröndal hefir oft og einatt hleypt út í þessháttar rannsóknir, vanalega ríðandi á. Pegasusi, og vana- lega hefir klárinn þreyzt á hraungrýti heimspekinnar. Gröndal er ekki heimspekingur, sem yrkir, heldur skáld, sem þykir vænt um heimspeki, og vill láta gilda í hennar heim hugsjónir sínar og lög þau eða lög- leysur, sem hann fylgir í heimi skáldskaparins. En Gröndal stendur fjarri vísindalegri heimspeki, það sést á annarri eins yfirlýsingu og hér fer á eftir: »011 sú vizka, sem vér köllum hugsunarfræði, Logik, er dauft merki upp á skarpleik mannanna; og þeir sem kunna hana bezt, þeir hugsa líka verst og vitlausast. Þetta er margreyndur sannleikur«. (Gröndal í Gefn I (1870), bls. 80, í athugasemdunum við »Hugfró«). Fá íslenzk skáld kunna að blanda saman gamni og alvöru eins vel og Gröndal. Eitthvert bezta dæmi þess er kvæði, eða öllu heldur samsteypa úr kvæðum, er nefnist »Gaman og alvara«, bls. 235—250. Kvæði þetta er svo einkennilega »gröndalskt«, að ég vona, að lesendur Eimreiðarinnar fyrirgefi mér, þó ég fari all-ýtarlega í það. ]?að byrjar þá á því, að skáldið situr einn yfir bókum sínum, fjarri vinum og fósturjörð; og hann yrkir í tvíhendum: »Sit ég nú hér og svo halda allir að sé ég að lesa helgra históríum i — hér ei annað að fá. Bænakver og Bónaventúra og Biblían helga, alt er hér borðinu á —- alt er ég búinn með það. En hér er líka pappír og blek og praktugir pennar, og, sem glóandi gull, gáfaði hausinn á mér. Það veit Drottinn, ég þarf ekki bækur! ég þeysandi sveima glaður á guðlegum væng gegnum hið ferlega djúp«. Og nú fer skáldið að lýsa sjónum sínum, »sem mér að augunum æ óðfluga þrengja sér fram«. Hér má eftir mörgu taka, og þá fyrst eftir því, hvernig öllu er hér snarað á pappírinn alveg umhugsunarlaust, undir eins og skáldinu vitrast ný sjón. Afleiðingin er þá auðvitað, að kveðandi og mál verða sumstaðar nokkuð flaustursleg. En höldum áfram með kvæðið. Næst á eftir tvíhendunum koma tvær vísur. sem lítil meining er í; þar eru tvö viðlög, bæði gömul en harla lík, annað: »Listamaðurinn lengi þar við undi«, en hitt: »CDEFGHI«. Þá kemur alvarlegt og háfleygt kvæði: 8*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.