Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 49

Eimreiðin - 01.05.1901, Blaðsíða 49
129 ritstjórann, og er það mjög vel við eigandi, að byija þennan árgang með því, að minnast þessa merkilega atburðar í sögu þjóðar vorrar. Fyrst er vikið að kristnitökunni sjálfri. það er drepið á undirbúning hennar, baráttuna, sem henni var samfara, og hin góðu áhrif, sem hún hafði í för með sér. Hinum fyrsta kristindómi þjóðar vorrar er svo lýst í fáum orðum. Sú lýsing er, að vorri ætlan, helzt til of glæsileg. Að minsta kosti yrði hin mikla kristindómshnignun á Sturlungaöldinni næsta torskilin, væri sú lýsing með öllu rétt. Enda er og ekkert gert til að skýra þessa kristindómshnignun, þar sem minst er á Sturlungaöldina. Sú spurning er aðeins borin fram: »Hvernig stendur á því, að þessar ógurlegu hamfarir, brennur og blóðsúthellingar verða ekki svo lítilli þjóð að bana?« En henni er svarað á þann hátt, að það hafi meðfram verið kristindóminum að þakka, og er það óefað rétt athugað. Kristnisaga þjóðar vorrar er svo rakin í fáum orðum alt til vorra daga. það er minst á skynsemistrú 18. aldarinnar, og sagt um hana, að hún sé fyrir löngu orðin úrelt og hlægileg. þetta finst oss ekki með öllu rétt. Skynsemistrú er ennþá ríkjandi meðal margra íslendinga, bæði hér og heima, þótt hún komi kannske fram á dálítið annan hátt, en hin forna skynsemistrú. Að síðustu er sú von látin í ljósi, að vér á hinni nýju öld munum ganga inn í heitara og hlýrra kirkjulegt loftslag. Ættu allir, sem unna kirkju og kristindómi, að styðja að því, að þessi von mætti ná sem mestri uppfylling á tuttugustu öldinni. því næst koma »Mótsagnir«, fyrirlestur eftir séra Jón Bjarnason. Fyrst í fyrirlestri þessum er drepið á mótsagnir þær, sem menn bæði að fornu og nýju hafa viljað finna í Biblíunni. það er talið ískyggilegt, að einn af helztu merkisberum kristnu trúarinnar á íslandi, skuli nú á síðustu tímum hafa tekið í sama strenginn, og talað jafnmikið um þessar mótsagnir og hann hefir gjört. það er gefið í skyn, að slíkar mótsagnabendingar hafi ekki komið fram á hentugum tíma. það eru samt ekki þessar mótsagnir, sem fyrirlesturinn aðallega ræðir um. f>að eru aðrar miklu merkilegri og stórkostlegri mótsagnir; mótsagnir, sem ekki að eins liggja í hinum ytra búningi orðanna, sem hinir helgu rit- höfundar hafa klætt trúarsannindin í, heldur í sjálfu innihaldi opinber- unarinnar. það er sýnt fram á, hvernig hinar kristilegu trúarhugsanir eru óskiljanlegar mannlegri skynsemi, og að jafnan verða mótsagnir fyrir henni, ef árætt er að rekja þær til enda. En jafnframt er leitast við að sýna fram á, að slíkar hugsunarfræðislegar mótsagnir engan veginn fá raskað sannleiksgildi kristindómsopinberunarinnar. Er það gjört með því, að benda á, að þessar mótsagnir séu nákvæmlega samskonar og þær, sem ávalt verða fyrir mannsandanum, þegar hann vill hugsunar- fræðislega rannsaka hin ráðandi lífslögmál og heimstilveruna yfir höfuð að tala. í seinni hluta fyrirlesturs þessa er vikið að sambandi kiistindómsins við jarðneska velgengni og heimsframfarirnar. það er sýnt fram á, að enda þótt máske mætti ætla, að kristindómurinn væri jarðneskri vel- gengni og framförum til hindrunar, þar sem hann leggur svo mikla áherzlu á sjálfsafneitun, og virðist meta jarðneska fjármuni svo lítils, þá sé þessu þó engan veginn þannig varið. þvert á móti lýsi það sér, 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.