Eimreiðin - 01.05.1901, Side 66
146
dansinn byrjaði fyrst. Hitt hafði að eins verið inngangur. Pað
var dansað og dansað, og menn vissu varla seinast, hvort menn
voru að dansa eða hvort menn voru að líða í loft upp langt burt
frá öllum áhyggjum og andstreymi þessa lífs; en þegar svo var
komið, hertu menn sig ennþá meira við dansinn, eins og menn
væru að því komnir að ná einhverju hnossi. Úti fyrir hvein vind-
urinn, og hríðin buldi á gluggunum, en enginn sinti því, og það
var eins og meðvitundin um muninn á vistinni úti og inni æsti
tilfinningar manna ennþá meira en hreyfingin og hljóðfærið, og
kæmi mönnum til þess aö hendast ennþá harðara áfram alveg
ósjálfrátt.
Nú komu vasaklútarnir sér vel, því nú var fólkinu farið að
volgna. Margir urðu fegnir að hvíla sig um stund, og notuðu þeir
tækifærið til þess að tala við náungann í hálfum hljóðum úti í
skálahornunum; var auðséð, að þar bar eitthvað skemtilegt á góma,
því kvennfólkið hló í klúta sína, en karlmennirnir brostu; en óðara
en mæðin var runnin, og bráðustu forvitninni var fullnægt, og
nokkrar sveitaþvaðurssögur voru komnar á kreik, þá var farið að
dansa aftur, dansa og dansa og dansa.
Pegar klukkan var orðin átta, varð einhverjum litið út, og
sagði hann, að nú væri kornin óratandi stórhríð. Menn litu hver
til annars steinþegjandi, og var eins og hrollur færi um suma gest-
ina, líkt og þegar tilfinning sú, sem nefnd er samvizkubit, gerir
vart við sig. En þessi óþægilega tilkenning leið frá aftur þegar í
stað, og menn fóru að bera sig saman um, hvernig bezt yrði ráðin
bót á þessu óhappi. Menn sögðust ekki skilja, hvernig því gæti
verið varið, að hríðin hefði skollið á svona snögglega, og loksins
kom mönnum saman um, að hver yrði að vera þar, sem hann
var kominn, enda fór veðrið altaf versnandi og varð seinast
svo grimt og ofsalegt, að enginn mundi eftir öðrum eins ósköpum.
Áður en langt um leið, var farið að dansa aftur, eins og ekk-
ert hefði í skorist, til þess að það, sem eftir var af kvöldinu, yrði
ekki ónýtt, en þó þurftu gestirnir, sem flestir voru forsjálar
meyjar, að skjótast frá sem snöggvast, ein eða tvær í einu. Eær
sögðust kunna betur við að biðja um húsaskjól en að setjast upp
alveg þegjandi. Nú vildi svo til, að prestsdóttirin var ekki heima,
og komu jungfrúrnar sér varla að því, að bera bænir sínar upp við
prestinn, og þá var ekki annars kostur, en að biðja Signýju gömlu,
ráðskonuna, að ganga á milli; en Signý var orðin gömul og gleðilaus