Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1901, Qupperneq 70

Eimreiðin - 01.05.1901, Qupperneq 70
150 endurminningin um það, sem við hafði borið um kvöldið, blakti fyrir hugskotssjónum manna eins og vafurlogi. Loksins sigraði þó svefninn, og menti féllu í væran blund, eins og þeir, sem hafa góða samvizku og fullkomna meðvitund um, að þeir séu guðs börn. Morguninn eftir var talsvert kóf með jörðunni, en sást til lofts upp úr, og var vei ratandi bæja á milli. Menn hugðu að stúlk- unum væri óhætt heimleiðis, enda var sumum þeirra orðið órótt, því þær vissu, að foreldrar þeirra hlutu að hafa orðið hræddir um þær. »Hvaða þústa er þarna á Sæunnarholtinu?« sagði Rósa á Bakka við systur sína, þegar þær voru komnar heim undir túnið á Bakka. »Eg veit það ekki«, svaraði Anna. »Pað er eins og liggi þar maður«. »Hver veit nema einhver hafi orðið þar úti í nótt?« sagði Rósa, og blóðið stökk út í kinnarnar á henni. «Guð minn góður!« kallaði Anna, »og það svona skamt frá bænum. Það er líklega hann Sigurður. Hann gerði ráð fyrir að koma heim í gærkvöld«. »Eigum við ekki að vita, hvað það er?« spurði Rósa. »Æ! mig hryllir við því, ef það skyldi vera dauður maður«, sagði Anna. Rétt í þessu kom hundur heiman frá bænum, og þektu syst- urnar, aö það var Smali gamli. Hann hljóp fyrst að þústunni, þefaði að henni og rak upp ámátlegt væl. Pví næst hljóp hann til systranna, og flaðraði upp um þær ýlandi og skrækjandi. Svo hljóp hann að þústunni aftur og fleygði sér niður í fönnina. Syst- urnar höfðu staðið við á meðan, en þegar hundurinn settist að hjá þústunni, var eins og þær gætu ekki stilt sig um að vita, hverju þetta sætti. Pær gengu báðar í áttina, en alt í einu námu þær staðar, og sögðu báðar í einu: ^Pað er maður«. Pær sáu traðk á Sæunnarholtinu, eins og maðurinn hefði verið að . ganga þar fram og aftur sér til hita. Pað var eins og hann hefði annaðhvort ekki vitað, hvar bærinn var, eða ekki treyst sér til að ná honum, og lagst svo loksins fyrir þarna á holtinu. Systurnar færðu sig nær manninum, þangað til þær áttu að eins fáein skref eftir, en þá var eins þær ætluðu að hníga niður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.