Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 73

Eimreiðin - 01.01.1902, Blaðsíða 73
73 mentunarinnar hér á landifrá siðabótiuni og til loka 19. aldarinnar. Fer höf. þar töluvert hörðum orðum um mentunarástand vort og sýnir með rökum, hve mjög því er áfátt. En í síðasta kafla ritgerðarinnar í næsta árgangi ætlar hann að koma fram með ákveðpar tillögur um, hvernig ráðin verði bót á því og hvernig hann álftur, að þjóðskólamálum vor- um verði bezt fyrir komið. Það er ómögulegt í fám orðum að gefa hugmynd um allan þann fróðleik, sem þessi ritgerð hefir inni að halda og verðum vér í því efni að vísa til ritgerðarinnar sjálfrar. En hins viljum vér geta, að hér er ekki verið að fara með neitt fleipur, heldur alt bygt á nákvæmum rannsóknum og dæmafárri þekkingu. Og svo er mönnum sagt hispurs- laust til syndanna með þeirri djörfung, sem einkennir sanna ættjarðar- vini, er lítt hirða, þótt þeir með gagnrýni sinni baki sér óvild fáfróðra sjálfbirginga. V. G. NYJA ÖLDIN. III, 3—4. Rvík igoo. í þessum síðari hluta af 3. árg. er fyrst áframhald af ritgerðinni sBreytiþróunar-lögmálið eða uppruni h'ftegundanna« eftir ritstjórann, Jón Ólafsson, og er eigi allítill fróðleikur í henni fyrir marga, jafnlítið og hefir verið um það ritað áður á íslenzku. Þá er fyrirlestur um Jónas Hallgrímsson eftir sama höfund og er þar margt rétt sagt og vel athugað. En algerlega rangt er það, eins og höf. gerir á bls. 192, að segja að ljóðagerð Bjarna Thór- arensens heyri til skáldskap 18. aldarinnar eða eldri tímanum yfir hiifuð. Slík fjarstæða má ekki standa ómótmælt. Það dugir ekki í því efni að einblína á »formið«, því efnið er sannarlega eins mikils virði og meira en það, þó hvorttveggja þurfi annað að styðja, ef fullkomið lista- verk á að framleiða. Vér álítum, að Bogi Melsteð hafi gert alveg rétt í því, að byija »Sýnisbók« sína á B. Th., því hann er ekki að eins fyrsta rómantiska skáldið á íslandi, heldur að vissu leyti mesta skáld þeirrar stefnu og allrar aldarinnar, þó Jónas Hallgrímsson geti talist honum jafnsnjall og standi honum að sumu leyti framar (einkum að því er snertir formið). Aftur er hitt víst, að Jónas hafði miklu meiri áhrif á íslenzkar bókmentir en Bjarni, og þegar hafc er tillit þess, má með sanni segja, að hin nýja stefna haldi eiginlega fyrst innreið sína með hinu fullkomna snildarkvæði Jónasar: »ísland farsælda frón« (en ekki með »Eldgamla ísafold«). — Getgáta J. Ó. um að fyrirsögn kvæðisins »Heimasetan« eigi að vera »Heimasætan« er eflaust röng. Niðurlag kvæðisins bendir fyllilega á, að »Heimasetan« sé rétt. Það er ekki verið að tala um neina »heimasætu«, heldur um »setuheima« (sbr. »ég fer ekkert út í dag«). Þá kemur í þessu hefti grein eftir Gubm. Frityónsson um »Skarða- Gísla« og töluvert safn af lausavísum eftir hann til að sýna skáldskap hans. Þær hefðu flestar mátt missa sig, því þær virðast helzt sýna, að maðurinn hafi alls ekki verið neitt skáld, heldur allleikinn rímari og þó ekki sem smekkvísastur. Betri er aftur önnur grein eftir G. Fr., sem kemur þar næst á eftir, »Smávegis um Bólu-Hjálmar«, þó hún sé stutt og ýmislegt við hana að athuga. Þá koma greinir um þrjá Vest- ur-íslendinga: Steingrím Stefánsson, Stephan G. Stephansson og Kristin Stefánsson, þar sem lýst er æfiatriðum þeirra (ásamt myndum af þeim),
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.