Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 1
Nýöldin
(stœlt eftir enskri ,.Bha^sódíu").
¦OamVöld er önduð! Lengi lifi Nyóld!
Gef henni, Drottinn, komandi alda kraft!
Bind þú við hennar barnsliónd ríkisvöndinn,
Er vizkan ein má valda. Gróðarset
A þekking hennar þroska; láttu shína
A fána hennar heimsins stjbrnarskrá!.
Með grátstaf heilsar hennar komu jörðin:
Eldur í austri steypiflóð og stormar,
Styrjöld og drepsótt eitra loft og láð,
En fyrir ströndum skruggidiljóð og skipbrot.
Eru það illspár? furður? fyrirboðar?
Eru það hryðjur árdagsins, er eyðast
pá sól er runnin? — Sú er trúa mín:
pann sorgarsekk mun sólin kögra gulli
Og sauma upp með silfur-víravirki.
En þó er sorg á siyði, stríð og stormar
Og árin hörð. En hetjur koma fram,
Stóreflismenn, sem fglla löndin lofsöng.
Og aftur raunir — raunir sömu og fyrri
Frá alda-öðli: augu grbin gráti,
Orof ofan í gröf og brjbst með hjör i hjarta,
En engin sál skal farast — ei til fulls.
Nei, ei til fidls! Og öldin vex og viðgengst
Og feldur fánans raknar meir og meir,
Svo yfirskriftin skýrist dag frá degi.
Lífœðin fjörgast, hjartað hefst og hitnar,
Og háar sjónir vekja sem af dvala
Stbrmenni, söngmenn, spekimenn og spámenn,