Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 71

Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 71
húsferðina, þegar ég vissi, að Ásgeir var að fara af heimilinu. Og ég grét vorið eftir, þegar ég frétti, hann væri að fara alfarinn burt af land- inu .... Ég hefi grátið svo oft — oftar en nokkur veit, oftar en ég hefði átt að gera. En nú er ég hætt því . . . Ég er farin að hlakka til •— nema þegar mér er órótt. Báðir eru þeir farnir á undan mér inn gegnum hamrana, inn á ókunna landið hinumegin. Og vitanlega fer ég bráðum sömu leiðina. Ég hlakka til samfundanna -— nema þegar mér verður órótt af þeirri tilhugsun. Hvorn þeirra hygst ég að finna? . . . Ég veit reyndar, að í öðru lífi verða menn eins og englar guðs. En ég get samt ekki með nokk- uru móti hugsað mér, að það verði neitt fagnaðarefni, að vera sam- vistum með þeim bá’bum, Ætti ég son, væri ég ánægð með hann, ef hann líktist Þorkeli í öllu verulegu. Ég vissi þá, að viljandi gerði hann engum manni rangt. Ég vissi þá, að það væri ekki sjálfs hans sök, ef hann yrði ekki gæfu- maður. Ætti ég son, gæti ég ekki á heilli mér tekið, ef hann yrði eins og Ásgeir. Ég vissi, að hann bæri þá í sál sinni frækorn ógæfunnar. Ég gengi að því vísu, að hann mundi varpa óhamingju inn í sál ann- arra manna. Hvað er ég að segja? Hefir Ásgeir varpað óhamingju inn í sál mína ? Oróleik, vitaskuld — hugarstríði, hrellingu. En er það óham- ingja? Er það óhamingja fyrir stöðupollinn, að fá uppgönguauga ? Er það óhamingja fyrir sálina, að ástríðuvindurinn sópi af henni rykinu? Er það óhamingja fyrir laugina, að hitinn, sem aldrei dvínar, sumar né vetur, nái til hennar? Er það óhamingja fyrir mig. standandi einmaria hérna undir hömrunum, að geta ekki hugsað til þess öðruvísi en með óumræðileg- um fögnuði, að hitta einn af samferðamönnunum fyrir handan? Sé nokkuð að fyrirgefa, hefi ég að minsta kosti fyrirgefið .... Eins og ég vona, að guð fyrirgefi mér alt — líka þá bæn, að það verði Ásgeir, sem ég fæ að hitta fyrir handan hamrana. V. G. STEFÁN STEFÁNSSON: FLÓRA ÍSLANDS. Gefin út af hinu íslenzka Bókmentafélagi. Kaupmannahöfn 1901. XXXVI -j- 258 bls. Það er ekki um auðugan garð að gresja, hvað grasfræðisritin íslenzku snertir. Höf. bókarinnar tekur það fram í formálanum, að engin bók, ekki einn einasti ritlingur um íslenzka grasafræði, sem telj- andi sé, hafi komið út á voru máli í nálega 3 síðustu fjórðunga 19. aldarinnar. Flóra íslands er því hin mesta nýlunda í bókmentum vor- um. Til þessa tíma hefur grasafræði Odds Hjaltalíns (gefin út 1830) verið hinn einasti leiðarvísir, til að nafngreina íslenzkar plöntur, fyrir alla þá mörgu, sem ekki skildu útlend mál. Síðan 1830 hefur þekk- ingu manna í grasafræði fleygt fram fullum fetum; er því bók Odds nú með öllu úrelt. Grasafræði Odds getur heldur ekki talist frum-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.