Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 22

Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 22
102 Olduskarar rammir rísa reginhafs um víðu lönd. Hingað illar vættir vísa veginn þeim að okkar strönd. Er sem glampi í bröttum breka brugðin skrímslum kesju fans, sem að eigi af afli að reka inn að hjartarótum lands. Foraðsbylur ferðum hvatar, felmtruð liggur vakin drótt; ógn og voði oftast rata einna bezt um myrka nótt. Aftur og fram um vengið víða vel má rekja hans blóðug spor; hann vill kúga, kvelja og níða kjark úr sveitum, fjör og þor. »Flæmt skal« segir hann, »lífúr landi, lokað öllu nema gröf. Árdagsbjarminn óferjandi yfir sollin norðurhöf.« Hann vill breiða út brunann, flagið, brotsjó spana um víða jörð, og vill hafa orðið, lagið einn við — dauðans tíðagjörð. Skal þá sveigja svarta nóttin sérhvern háls und þrældómsok? Er þá, bræður! blauður flóttinn bjargráð hinzta í aldarlok? Par sem Eden okkar barna augum hló og lífsins borð, skal þar refa, rjúpna, bjarna ríki verða að óðalstorð? Þúsund sinnum því skal neita þúsund röddum, nær og fjær, neita, meðan nýt til sveita nokkur rós á vori grær. Hitt er sýnt, að voða og vanda vex nú afl og harðnar þraut. Altaf sé ég úlfa standa ógurlega á sólarbraut. Samt má betur sækja og herja, svörnu féndur yls og ljóss. En skal reynt að vernda og verja vorar bygðir, líf og góss. Ei' skal vanta yl í bæinn, enn þótt geysi hið trylta lið; bæði sól og dýran daginn dauðahaldi tökum við. Land vort á í lindum mörgum lífsafl frjótt, er síðla þver; ungi maður! brjóttu úr björgum brauð með stáli handa þér. Hér eru þínar heilladísir hólmur þinn og sigurkrans. »Rótarsfitinn visnar vísir« vafinn faðmi annars lands. Láttu ei' gull né græna skóga ginna þig írá móðurbraut. Okkur geymir arfleifð nóga öllum saman hennar skaut. Firstu kenning fláa Marðar, frænda þess, er róginn bar: »Islenzk jörð mig engu varðar, ættland mitt er þar og þar.« Ónei, hérna ein í sænum ættjörð vor úr bárum rís, tignarleg í bylnum, blænum, blómum sveipuð, þakin ís. Ótal þáttu þráðn. strengja þýðra, sárra, bernsku frá hjörtu okkar henni tengja; hefirðu skap að slíta þá?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.