Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 39
U9
heimspekings um uppruna jarðarinnar*. En í hinu fræga kvæði
eftir Tómas Sæmundsson er Jónas orðinn trúaður kristínn maður.
Gildi þessa kvæðis er þó ekki falið í því, hvað það lýsir mikilli trú,
heldur — að efni til — í hinum djúpa skilningi á Tómasi, sem
einkum kemur fram í síðasta erindinu: eðli þessa afreksmanns var
svo mjög starfsemi, að jafnvel ekki himnaríki væri honum sælu-
staður, nema hann hefði þar nóg að vinna.1
Jónas varð ekki stöðugur í trúnni. Önnur vantrúaralda leið
yfir hann, sem miklu var líklegri til að drekkja allri opinberunar-
trú en hin fyrri.
I »brotunum« stendur þessi vísa:
Ó míkli guð! Sálin mín blíða!
ó megn hörmunga! berðu hraustlega,
ekkert að ending — sárt þótt sýnist,
eilífur dauði .... sanninda ok.
I »athugasemdunum« er þessi skýring: Ljós er alls upp-
haf. Uppkast Jónasar að þessu kvæði er til enn, skrifað með rit-
blýi, og stendur áþví: »Brot eftir Feuerbach, Gedanken uber Tod
und Unsterblichkeit, aus den Papieren eines Denkers«.
Bókin, sem nefnd er (»Hugleiðingar um dauða og ódauð-
leika«), kom fyrst út nafnlaust 1830 og var þá gerð upptæk, síðan
var henni slept aftur. Það er óhætt að gera ráð fyrir, að Jónas
hafi ekki lesið þessa bók fyr en eftir 1841. »Hugleiðingarnar«
hafa fengið mikið á Jónas, og mætti aforðunum »Brot eftir Feuer-
bach« o. s. frv. ætla, að hann hefði ritað þessi erindi, sem um er
að ræða, þegar hann lagði frá sér bókina. — Hið skemtilega og
— fyrir hvern, sem vill skilja Jónas — dýrmæta dagbókarbrot,
setn prentað er í Eimr. III, 81 (1897), sýnir betur en flest annað,
hvernig Jónasi vildi verða alt að ljóði, og svo hefur líka orðið um
vantrúna og örvæntinguna, sem honum var nú í hug.
Nokkru eftir þetta, líklega ekki mjög löngu síðar, yrkir Jónas
1 Niðurlagið minnir annars á þessi orð í Fást, (frægasta verkinu eftir Goethe).
Ein Feuerwagen schwebt auf leichten Schwingen,
An mich heran! Ich íulile mich bereit,
Auf neuer Bahn den Aether zu durchdringen,
Zu neuen Spháren reiner Thátigheit.
En þó mun hér varla vera um neina stælingu að ræða.