Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 31
11 1
hér liggur fyrir, hefi ég skeytt saman alla þessa smáuppdrætti og aukið
þá mjög og lagfært. Meðan rannsóknirnar stóðu yfir kom út 1886
jarðfræðis-uppdráttur íslands eftir K. Keilhack, þýzkan jarðfræðing
(mælikvarði 1: 1,000,000); á honum sameinaði höf. nokkrar athuganir
ýmsra jarðfræðinga við athuganir sínar sumarið 1883 og rannsóknir
mínar á árunum 1881 —1885, en af því þá var enn eftir mikill hluti lands-
ins ókannaður, gaf uppdráttur þessi' eðlilega ónóga hugmynd um jarð-
fræðisbyggingu landsins í heild sinni. Sama ár lét hinn norski jarð-
fræðingur Amund Helland prenta uppdrátt yfir Vestur-Skaftafellssýslu eftir
athugunum þeim, sem hann hafði gjört á hraðri ferð um það svæði 1881,
en uppdráttur sá er mjög ófullkominn, bæði að því er snertir mælingu
og jarðlaga-útbreiðslu, þó ýmislegt sé þar nýtt og þýðingarmikið, sér-
staklega gígaröðin 1783.2 Ennfremur lét Fr. Johnstrup á sama ári
prenta jarðfræðisuppdrátt af litlu svæði norðaustan við Mývatn.3 Pá
eru taldir allir jarðfræðisuppdrættir af íslandi, sem hingað til hafa
komið út.
Á hinum nýja jarðfræðis-uppdrætti, sem hér liggur fyrir, er út-
breiðsla bergtegundanna um alt land sýnd með ýmsum litum, en rauð
merki ýmislega löguð tákna sitthvað annað, er jarðfræðislega þýðingu
hefir, t. d. eldfjöll af ýmsu tægi, ísrákir, steingjörvinga o. fl. Neðan
við uppdráttinn eru skýringar á litum og jarðfræðisteiknum.4 Blágrýti
(basalt, trap) tekur yfir langmest svæði á íslandi, Vestfirði, Austfirði og
mestalt Norðurland; það er elzta bergtegund á landinu og um leið ein
af hinum yngstu, því blágrýtisgos hafa haldist fram á vora daga, þó
eigi séu þau eins mikilfengleg eins og í fyrndinni. Blýgrýtisfjöllin eru
af bygð í Vestur-Skaftafellssýslu á undan Skaftárgosum 1783 (Geogr. Tidskr. XII,
bls. 228), af Hitalaug við Torfajökul (s. st., bls. 223), af Hveravöllum (Ymer, Stock-
holm 1889, tab. 3), af héraðinu kringum Brjámsiæk á Barðaströnd (Geol. Fören.
Förhandl. XVIII, bls. 141) o. fl.
1 Zeitschrift der deutschen geologischen Gesellschaft, 38. Bd. 1886, tab. 8.
2 Lakis Kratere og Lavaströmme. Kristíania 1886.
3 Om de vulkanske Udbrud og Solfatarerne i det nordostlige Island (Naturhist.
Forenings Festskrift. Kbhavn 1886).
4 Fyrir þá, sem ekki skilja ensku, þýði ég hér skýringar þessar. i° Basalt =
blágrýti; 2° Liparite and Granophyre — líparít og granófyr; 30 Palagonitic Breccia,
Tuffs and Conglomerats = þussaberg, móberg og hnullungaberg; 40 Gabbró; 50
Pliocene (Crag); 6° Doleritic Lava, pre-glacial and glaciai = dóleríthraun (grásteins-
hraun) frá ísöld eða eldri; 70 Postglacial Basaltic Lava = blágrýtishraun yngri en
ísöld; 8° Postglacial Liparitic Lava = líparíthraun (hrafntinnuhraun) yngri en ísöld;
90 Volcanic Ash, Blown Sand, Móhella = eldfjallaaska, roksandur og móhella; io°
Diluvial and Alluvial Accumulations in the Highland =: fsaldarruðningur og ár-
burður á hálendinu; ii° Diluviaí and Alluvial Accumulations in Valleys and Low-
lands = ísaldarruðningur og árburður í dölum og á lálendum; 12° Sandar; 130
Glaciers = jöklar; 140 Lignite = surtarbrandur; 150 Fossil Plants = steingjörvar
jurtir; ió° Fossil Shells := steingjörvar skeljar; 170 Raised Beaches = fornir malar-
kambar yfir fjöruborði; 18° Highest Limit of Submergence =: hæstu sævartakmörk;
190 Striæ := ísrákir; 20° Hot Springs = hverir og laugar; 21° Solfataras =: brenni-
steinshverir; 220 Mineral Springs = ölkeldur; 23" Volcanoes composed of Tuff and
Lava = eldfjöll samsett af móbergi og hraunum; 240 Lava Domes = bunguvaxin
eldfjöll (dyngjur); 250 Glacial Volcanoes = ísrákuð eldfjöll; 260 Glacial and Recent
Volcanoes = ísrákuð eldfjöll, sem líka hafa gosið eftir ísöld; 270 Rows of Volcanic
Cones = eldgígaraðir.