Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 9

Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 9
89 ætti að taka suðurríkin í sátt, án þess þau yrðu að sæta nokkrum afar- kostum. Hann vildi láta alt vera gleymt, með því að þrælahaldið væri nú úr lögum numið. Sama daginn (og Beecher hélt friðartölu þessa í Charleston) varð atburður sá í Washington, er æsti norðanmenn gegn sunnanmönnum. Lincoln hélt stjórnarráðsfund þann dag. Um kvöldið fór hann með konu sinni og nokkrum vinum sínum í leikhús. Hann var mjög glaður í anda. Og ánægja og gleði lýsti sér á svip allra manna. En meðan leikurinn stóð sem hæst, heyrðist skot í forsetastúkunni. Um leið hljóp maður út úr stúkunni og hrópaði: »Suðurríkjanna er hefht«. Lincoln hafði fengið banasár og dó næsta dag. Viku seinna fanst morðinginn. Hann vildi eigi gefast upp og var því skotinn til bana af hermanni einum. — Lincoln frelsaði Bandaríkin og lét líf sitt um leið. Eftir ófriðinn var aðalstarf Beechers íólgið í því, að friða og sætta. Hann vildi eigi láta sunnanmenn sæta neinum afarkostum. Pessu undu margir vinir hans illa. Og einn þeirra gerðist sárbeittur fjandmaður hans. Einu sinni kom Beecher til Richmond eftir stríðið. Honum var ráðið frá því að flytja þar tölu. En hann»lét eigi letjast. Það var auglýst, að hann ætlaði að tala þar um *norður- og suðurríkin«. Þar kom saman mesti mannfjöldi. En eigi þótti líklegt, að Beecher mundi verða fagnað í höfuðborg sunnanmanna. Þegar hann kom fram á ræðupallinn, þá fagnar honum ekkert lófaklapp. Það var dauðaþögn í salnum, eins og kyrð á undan stormi. í beztu sætunum sátu leiðtogar sunnanmanna. Meðal þeirra var herforingi Kitzhugh Lee. (Herforing- inn mikli, Robert E. Lee var náfrændi hans). Til beggja handa honum sátu nafnkunnir sunnanmenn. Pað heyrðist dálítið blístur frá loftsvölunum. Og alt virtist benda á, að áheyrendurnir ætluðu eigi að gefa Beecher gott hljóð. Hann gekk þá fremst fram á ræðupallinn, nam staðar beint fram undan herforíngja Lee og sagði: »Ég hefi séð mynd af herforingja Fitzhugh Lee og mér sýnist, að þér séuð maðurinn. Hefi ég rétt að mæla.« Herforingja Lee varð hverft við ávarp þetta. Hann hallaði sér aftur á bak í sætið og hneigði höfuðið lítið eitt til jákvæðis. Fagurt gleðibros lék um andlit Beechers. Hann rétti fram hægri hönd- ina og mælti á þessa leið: »Ég vil bjóða yður hönd þessa. Hún barðist á sinn hátt gegn sunnanmönnum. En nú vildi ég feginn leggja hana í sölurnar fyrir heill og hagsæld þeirra. Viljið þér taka í hönd mér, herforingi?« Herforingi Lee hikar eitt augnablik, sprettur síðan á fætur og réttir Beecher höndina. Þegar áheyrendurnir sjá samtengdar hendur mótstöðumannanna, þá kveður við lófaklapp og fagnaðaróp. Beecher tók aftur til máls. Hann kvaðst mundi segja norðanmönnum frá því, sem hér hefði orðið: »Ég kom til höfuðborgar sunnanmanna með hjartað fult af kærleika til þeirra. En sannfæring mín hafði áður knúð mig til að berjast gegn þeim. Sunnanmenn mættu mér á miðri leið. Peir eru eins fljótir að fyrirgefa, eins og þeir eru hvatir í orustum.« Orðum þessum svöruðu áheyrendurnir með óstöðvandi lófaklappi. Beecher hélt síðan tölu sína um »norður- og suðurríkin« og var gerður að henni mesti rómur. Pegar henni var lokið, fylgdu áheyrendurnir honum til vagns með fagnaðarópum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.