Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 48

Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 48
128 hluti landsmanna játaði þá trúarfræði. Grúndtvíg lagði sterka áherzlu á þessa röksemd og kvað hana vera hina einu vörn fyrir því embætti ríkisins. Að vísu höfum vér fengið sóknabandið leyst, sömuleiðis skyld- una til að skíra og ferma numda úr lögum, og enn er það, að kjörsöfnuðir eru leyfðir. En hitt stendur, að kirkjan sem evang.- lúthersk er studd af ríkinu, og á það að þýða, að til þess að geta orðið aðnjótandi allra gæða þjóðkirkjunnar, verða landsmenn að veita viðtöku þeirri kirkjuskipan, sem ríkið tilsetur (sóknaskipun) eða leyfir (kjörsóknir). Sá sem óánægður er með það fyrirkomu- lag — afskifti og umráð ríkisins yfir kirkju og skóla, kennimensku og barnafræðslu — hann má ganga úr og sjá sér sjálfur fyrir sínum trúarlegu þörfum, en hlýtur þó framvegis að lúka kirkjunni skatta og skyldur og mæta ýmsum óþægindum meðan líf hans endist. Og þetta þýðir enn fremur: enginn getur orðið prestur í þjóðkirkjunni eða trúarbragðakennari í barnaskólum, nema hann hátíðlega heiti að framfylgja fastákveðinni kenning, sem lögfest var hér í landi sem rétttrúanarkenning fyrir 400 árum. Rjúfi hann heit þetta, má hann eiga von á ofanígjöf eða embættismissi, og sýnist hættan ekki fjarri oss, þegar æstur og rammur lítill minni hluti sækir geyst fram og með trúarjátingarnar fyrir hlífar heimtar umsvifalaust, að hin »hreina Lútherstrú« sé ráðandi, en allir prestar og kennarar víki, sem ekki skilji trúargreinirnar eins og þær voru skildar og skoðaðar fyrir fjórum öldum! Pað er þetta ástand, sem hin danska þjóð á nú við að búa og hefur átt frá því heimatrúboðið kom fram í algleymingi sínum, stutt og styrkt af hákirkjuvaldinu, en Grúndtvígssinnar, þeir sem fyrrum voru riddarar alls kirkjulegs frelsis, horfa hljóðir á ellegar gjöra hálfhikandi athugasemdir, þegar fram úr þykir keyra. Hinir »rétttrúuðu« hrósa sér og hreykja af nafninu hinn fá- menni »Herrans hópur«, bæði á prédik. stólnum og á fundum, í bænurn og sálmum sínum. Og það er satt, að þeir eru enginn stórfjöldi. En þegar þeir segjast vera ofsóttir, hálfgildis píslar- vottar, sem öll strá hinnar vondu veraldar stingi, þá fer skörin upp í bekkinn. Sannleikurinn er sá, að þessi smáhópur, sem í trúar- efnum stendur á grundvelli ársins 1536, heldur allrí þjóðinní undír harðstjórnaroki og hættir aldrei óneyddur fyr en hann er búinn að kyrkja allan sannan anda siðabótabótarinnar. Að því leyti sem hið hlægilega byggist á mótsetning — mótsetningunni milli manns-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.