Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 21

Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 21
IOI Enn þá slítur höft og hlekki hauður vort af brjósti sér. Enn er köldum kólgu mekki, kæri röðull! svift frá þér. Enn er söm í sumardraumi sæluvonin, góðir menn! Ferskum ljóss og lofts í straumi laugumst vér að nýju enn. Sólu vermdum blævar bárum bornum lengst úr suðurveg, til að nema sviða' úr sárum, svala og græða, heilsa ég. Geisla þýða og blæ ég blessa; betri enga gjöf ég veit, komnum, til að hreinsa og hressa hugi vora bæi og sveit. Varmi geisli, blíði blærinn! betur má, ef duga skal. En er fleytifullur bærinn, fúaloft í sveit og dal. Glugga byrgir vanans villa; vart nú sigrast þetta flagð. Mörgum fellur inni illa andrúmsloftsins nýjabragð. Berið hátt 'ið bjarta merki, blær og geisli, þarfir jafnt. Pið hafið lokið þungu verki; þó er meira eftir samt. BLÆR OG GEISLI. (Vorkvæði). Enn þarf mikinn ís að bræða upp um heiðar, brúnir, skörð, svo er eftir græn að græða grös úr köldum fúa-svörð. Blóm með ilm og ljúfum liti, lilju-hvít og fjólu-blá; þesskyns blóm, er þoli og striti þyki nokkur laun að sjá, blóm, er hafi umfram alla aðra kosti: seigju og þrótt, blóm, sem ekki að foldu falla föl á einni hélunótt. Pér er, blær úr suðri sendur sólu kystur, fátt um megn, nær svo þínar halda í hendur himindögg og gróðrarregn. Saman hafið um aldur unnið ótal dýrðleg furðuverk; mörgu fúaflagi spunnið fagurlitan blómaserk. Ykkar sigrí enginn rænir; ykkar merki á fastan stað. Okkar vonir, óskir, bænir allar skipast kringum það Blærinn þýði: blás um dalinn ! bjarti geisli: verm og lýs ! styttið þreyttum eina alin okkur veg í paradís. KYR MUN EG SITJA. (Haustkvæði). Fallin ertu í fornan vanda, Sumar-blævar unaðsorðið fóstra kær, með visnað skraut: óm sinn dylur þinni strönd, úfnir, þoku-orpnir standa kalda rétti ber á borðið úlfar tveir á sólarbraut. blíðusnauðust vetrarhönd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.