Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Side 21

Eimreiðin - 01.05.1902, Side 21
IOI BLÆR OG GEISLI. Enn þá slítur höft og hlekki hauður vort af brjósti sér. Enn er köldum kólgu tnekki, kæri röðull! svift frá þér. Enn er söm í sumardraumi sæluvonin, góðir menn! Ferskum ljóss og lofts í straumi laugumst vér að nýju enn. Sólu vermdum blævar bárum bornum lengst úr suðurveg, til að nema sviða’ úr sárum, svala og græða, heilsa ég. Geisla þýða og blæ ég blessa; betri enga gjöf ég veit, komnum, til að hreinsa og hressa hugi vora bæi og sveit. Varmi geisli, blíði blærinn ! betur má, ef duga skal. En er fleytifullur bærinn, fúaloft í sveit og dal. Glugga byrgir vanans villa; vart nú sigrast þetta flagð. Mörgum fellur inni illa andrúmsloftsins nýjabragð. Berið hátt ’ið bjarta merki, blær og geisli, þarfir jafnt. Þið hafið lokið þungu verki; þó er meira eftir samt. (Vorkvæði). Enn þarf mikinn ís að bræða upp um heiðar, brúnir, skörö, svo er eftir græn að græða grös úr köldum fúa-svörð. Blóm með ilm og ljúfum liti, lilju-hvít og fjólu-blá; þesskyns blóm, er þoli og striti þyki nokkur laun að sjá, blóm, er hafi umfram alla aðra kosti: seigju og þrótt, blóm, sem ekki að foldu falla föl á einni hélunótt. Pér er, blær úr suðri sendur sólu kystur, fátt um megn, nær svo þínar halda í heudur himindögg og gróðrarregn. Saman hafið um aldur unnið ótal dýrðleg furðuverk; mörgu fúaflagi spunnið fagurlitan blómaserk. Ykkar sigri enginn rænir; ykkar merki á fastan stað. Okkar vonir, óskir, bænir allar skipast kringum það Blærinn þýði: blás um dalinn! bjarti geisli: verm og lýs! styttið þreyttum eina alin okkur veg í paradís. KYR MUN ÉG SITJA. (Haustkvæði). Fallin ertu í fornan vanda, Sumar-blævar unaðsorðið fóstra kær, með visnað skraut: ótn sinn dylur þinni strönd, úfnir, þoku-orpnir standa kalda rétti ber á borðið úlfar tveir á sólarbraut. blíðusnauðust vetrarhönd.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.