Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 11

Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 11
91 Alþýðuskáid Þingeyinga. Ýmsir framrækustu áhugamenn þjóðar vorrar, hafa haldið fram þeirri skoðun á síðari árum, að íslenzk alþýða sé miður mentuð en alþýða annarra landa í Norðurálfunni. og hafa þeir fært frain ýmsar ástæður, eða líkur, máli sínu til stuðnings. Eg hef hugsað nokkuð um þetta mál, svo sem nærri má geta, þar sem ég er einn alþýðumaðurinn. og lít þess vegna svo á, að til mín sé talað, jafnframt því, sem mælt er til alþýðunnar yfirleitt. Pó hef ég ekki séð ástæðu til að rita beinlínis um þetta mál, í því skyni, að andmæla höfundunum. Til þess að halda málefn- inu vakandi, vil ég nú samt leggja skjöl fram í málinu. Pessi skjöl eru kvæði eftir fjögur alþýðuskáld hér í sýslunni. Reyndar býst ég við, að siðameisturum þjóðar vorrar þyki þessi gögn létt á metunum, þegar um mentun alþýðunnar er að ræða yfirleitt. Peir munu segja sem svo, að fáeinir menn geti skarað fram úr, en allur meginmúgurinn verið mentunarlaus alt að einu. Eg skal ekkert fullyrða um þetta. En miklar líkur eru til þess, að skáld alþýðunnar séu blóð af blóði hennar og hold af hennar holdi. Næst liggur að ætla, að þau séu aðeins auga og eyra, rödd og tunga þeirrar sálar, sem lifir og vakir í landinu. Auðvitað er það. að hér í landi er mikill mentunarskortur og skammsýni. En hins vegar efast ég um, að þeir menn skilji fólkíð rétt, sem mest hafa rætt um mentunarskort þess. Alþýðan er óframfærin bg dul, heldur seinlát, eða »tómlát«, eins og Norðmenn kólluðu mörlandana fyrrum. Pegar þeir menn athuga hana, sem eru á annarri hillu en hún, finst þeim almúginn vera sljór og áhugalaus, mentunarlaus og vitlítill. Tökum t. d. þessi skáld, sem hér eru sýnd. Allir þessir menn eru nálega óþektir og hafa ekki einu sinni komist í hrepps- nefnd. En getur nokkrum sýnst, sem les kvæðin, að höfundarnir séu áhugalitlir, skammsýnir, ómentaðir? Tveir þeirra hafa þó ekki á skóla gengið. Petta átti að vera formáli aö eins. — En mér er illa við langa formála og vil ég því vera stuttorður. Pess vegna ætla ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.