Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 79

Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 79
159 þar sem hann skýrir frá jarðfræðisrannsóknum sínum á Islandi og árangrínum af þeim, og fylgir ritgerðinni dálítill uppdráttur af landinu og nokkrar myndir, er sýna jarðlögin á ýmsum stöðum. Efhi þessarar ritgerðar er þannig vaxið, að vér treyst- um oss eigi til að skýra frekar ffá því, en það sjáum vér, að ritgerðin er skrifuð af miklum lærdómi, enda má sjá, að mönnum, sem vit hafa á að dæma um þessi efni, hefir þótt töluvert til hennar koma, úr því að hún hefir verið tekin upp í rit Vís- indafélagsins. Því þar er ekki neinum hroða hleypt að, og þykir því jafnan mikill heiður að »komast upp á hornið« hjá því félagi. UM HANDRIT STURLUNGU OG SAMSETNING HENNAR hefir bóka- vörður dr. Kr. Kálund skrifað langa og einkar ffóðlega grein í »Aarboger for nord. 01dk.« XVI, 4 (1901), og ber þar margt á góma, sem þeim er nauðsynlegt að vita, er fást við rannsóknir á sögu íslands á Sturlungaöldinni. Pessi ritgerð stendur í sambandi við nýja útgáfu af Sturlungu, sem dr. Kalund er að búa undir prentun fyrir Fornritafélagið norræna, og' er það tilhlökkunarefhi að eiga von á þeirri útgáfu, svo mjög sem hinum eldri útgáfum af þeirri sögu er áfátt í ýmsum greinum. Jafn- ffamt á og að koma út dönsk þýðing af allri sögunni, sem mörgum útlendum vís- indamanni mun kærkomin. UM FRAMFARIR ÍSLANDS Á 19. ÖLDINNI, ritgerð dr. Valtýs Gub- mundssonar, sem birtist f 6. árg. Eimreiðarinnar, er nýkomin út á þýzku (»Die Fortschritte Islands im 19. Jahrhundert«, Kattowitz 1902), og er þýðingin eftir Richard Palhske, yfirkennara við latínuskólann í Kattowitz í Slesíu, sem um nokkur undan- farin ár hefir lagt mikla stund á íslenzka tungu og bókmentir. Er þýðingin prýði- lega af hendi leyst og gegnir furðu, hve vel hann hefir skilið alt, sem um er rætt í ritgerðinni, jafnerfitt og mál vort þó er í vmsum greinum, einkum þar sem orða- bækurnar yfir nýja málið eru svo ófullkomnar, að það er að fara í geitarhús að leita ullar, að leita á náðir þeirra. Vonandi er, að herra Palleske takist með þýð- ingu sinní að útrýma ýmsum eldri bábiljum um ísland meðal Pjóðverja, enda segir hann í formálanum, að sá hafi verið tilgangurinn. UM MAGNÚS EIRÍKSSON liefir séra Haýstcinn Pétursson skrifað alllanga í);r fróðlega ritgerð í >?Teologisk Tidsskrift« 1901, bls. 116—143, þar sem hann bæði skýrir frá helztu æfiatriðum Magnúsar og gerir mjög skilmerkilega grein fyrir ritstörfum hans og sýnir, hverjar breytingar urðu smámsaman á trúarskoðunum hans og afstóðu hans til ritningarinnar. Fyrst álítur hann alla ritninguna óskeikula, svo varpar hann Jóhannesar guðspjalli fyrir borð sem óáreiðanlegu, því næst Páli post- u!a, og að lokum er öll ritningin orðin óáreiðanleg. Kristur er ekki guð eða guðs sonur, helcur að eins eitt af mikilmennum heimsins, sem endurbætir og umskapar hin fornu trúarbrögð Gyðinga. Prenningarlærdómurinn hefir því við ekkert að styðjast, heldur er guð einn. Pað er auðfundið, að séra Hafsteini geðjast ekki vel að þessum skoðunum, en hann lætur þó Magnús njóta sannmælis í öllum greinum. UM EYJAFJÖRÐ hefir prófessor Finntir Jónsson ritað stutta grein í »Den danske Turistforenings Aarsskrift< 1902, bls. 104—106, og fylgir henni mynd af Akureyri og Pollinum. Greinin er svar upp á spurning frá ritstjórninni um, hverja sveit á íslandi hann telji fegursta. Kveðst hann taka undir með skáldinu og segja: »Eyjafjörður — finst oss — er | fegurst bygð á landi hér,« enda sé Akureyri fæð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.