Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 74

Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 74
154 ingu, að því er hana snertir, og væri óskandi, að bókinni yrði tekið svo vel, að útgefandinn sæi sér fært, að gefa út árlega bæjarskrá með öllum þeim leiðréttingum, sem nauðsynlegar eru í hvert sinn, enda er það sjálfsagt tilgangurinn. Slík bók er ekki að eins afarnauðsynleg fyrir íbúa Rvíkur sjálfa, heldur ekki síður fyrir alla þá út um landið, sem einhver viðskifti hafa við höfuðstaðinn eða þangað koma. Með hana i höndum geta menn ratað um allan bæinn og fundið bústað hvers manns, sem í honum býr, ef menn þekkja nafn húsráðandans. Noti menn hana við utanáskrift bréfa, munu og vanskil á bréfum, sem send eru til Rvíkur, verða minni en hingað til. 1 henni er og margs- konar annar fróðleikur, sem flestir þurfa meira eða minna á að halda. I fyrsta kafla bókarinnar eru taldar í stafrófsröð allar almennings- stofnanir, stjörnarvöld, félög, sjóðir o. fl. í Rvík, og jafnframt stuttlega skýrt frá hverju um sig. ]?ar er og skýrt frá bæjargjöldum, skrifstofutíma embættismanna, póstum og skipaferðum, burðareyri og mörgu fleira. í öðrum kaflanum er heimilaskrá; eru þar taldar upp allar götur' bæj- ariqs í stafrófsröð og hús í hverri götu, og um leið skýrt frá, hverjir búi í hverju húsi (húsráðendur, lausamenn og lausakonur). í þriðja kaflanum er nafnaskrá ailra téðra bæjarbúa í stafrófsröð, með bústöð- um þeirra aftan við nöfnin. í fjórða kaflanum er atvinnuskrá, þar sem taldir eru allir þeir atvinnurekendur í stafrófsröð í hverjum flokki, sem þess hafa óskað. Þessi skrá er einna ófullkomnust og virðist mjög marga í hana vanta. Er auðséð, að ýmsum atvinnurekendum hefir ekki verið það ljóst, hvers virði það getur verið, að nafn þeirra standi í slíkri skrá, þegar menn fara að nota bæjarskrána að nokkrum mun. Auk þessa eru í bókinni auglýsingar á nálega 40 blaðsíðum, enda eru engar bækur hentugri til auglýsinga en bæjarskrár, og hafa menn furðu fljótt séð það. Bæjarskrá þessi er svo vel af hendi, að mestu furðu gegnir, hve fullkomin hún er, þegar þess er gætt, að hér er um frumskrá að ræða, sem afarerfitt er að semja og ætíð stendur til bóta. 1 hana vantar víst nauðafátt. Þó söknum vér þess, að ekki er getið um bókasafn látínuskólans í fyrsta kaflanum, og er það þó allmikið safn í sérstakri byggingu. Ekki er þar heldur getið um þinghús bæjarins, sem þó þykir einna sjálfsagðast að telja í öllum bæjum. Hússins sjálfs er að vísu getið undir öðru nafni, en það er ekki nóg. Með tímanum ætti og uppdráttur af Rvík að fylgja bæjarskránni. Bókin kostar innbundin ekki nema 80 aura, og ætti því engum að vera ofvaxið að fá sér hana, enda er vonandi og óskandi, að hún verði keypt svo mikið, að framhald geti orðið á útgáfu hennar. STYRKTARSJÓÐUR KRISTJÁNS KONUNGS HINS NÍUNDA í minningu þúsund ára hátíðar íslands, árin 1875 —1900 (sérpr. úr «Búnaðarritinu« 1901). Sjóður þessi var stofnaður með konungsbréfi 10. ág. 1874 og var þá 8000 kr., en árið 1900 var hann orðinn 9614 kr. Konungur ákvað sjálfur, að vöxtum hans skyldi varið til tveggja árlegra heiðursgjafa handa þeim, er mestan dugnað hafa sýnt í jarðyrkju, hestarækt, iðnaði, fiskiveiðum, sjóferðum eða verzlun. Nú hefir sjóður þessi starfað í fullan fjórðung aldar, og átti þá mjög vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.