Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 57

Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 57
x37 Þetta var kynlegt, þar sem hún talaði mestmegnis am rang- lætið, þegar hún vakti. Eitt sinn lagði hún þessa spurningu fyrir mig — nývöknuð, frá draumum sínum: Hvar er réttlætið að finna? Hún brosti barnalega og sólin skein inn á höfðalagið. Ég svaraði á þessa leið: I kirkjunni — í blöðunum, sem presturinn ber upp í stólinn. Ég vil fara til kirkju, mælti hún þá. Já, á sunnudaginn kemur; þá á að ferma börn. Systir mín varð glöð í bragði, venju fremur, þessa daga, sem óliðnir voru til helgarinnar. Brá hún nú á forna venju: tíndi fífla og sóleyjar og stakk á sig. En fölvinn í yfirbragðinu sýndi og sannaði, að hún var söm og áður í raun og veru, að því er sjúk- leíkann snerti. Við héldum til kirkjunnar á sunnudagsmorguninn. Leið okkar lá gegnum skógarkjörr. Par var kvikt og kátt af sólskríkjum og þróstum. Á réttlætið hérna heima? spurði systir mín. og benti á leik- svið þrastanna og sólskríkjanna. Ég veit ekki, svaraði ég. Mér sýnast þeir svo sakleysislegir og glaðir, mælti hún. Já, en þeir lifa á ormum, sem þeir drepa og stundum koma smyrlar og drepa þá. Systir mín þagði um stund, en andvarpaði sáran. I þessum svifum heyrðum við þyt í loftinu; litum upp og sá- um smyril og sólsknkju koma í hendingskasti. Pau fóru í krók- óttum eltingaleik upp í loftið og hurfu að lokum upp í bláinn. Systir mín rak upp hljóð og féll í öngvit á jörðina. Pegar hún raknaði við, leit hún upp í loftið og spurði: »Náði smyrillinn sólskríkjunni? Eg veit ekki; þau hurfu, svaraði ég. Ég þorði ekki að segja henni það, sem auðvitað var og sjálfsagt: að sólskríkjan hlaut að lenda í klóm smyrilsins. Mér sýndist sólskríkjan sækja upp, mælti systir mín. Ætli hún hafi verið að leita upp til guðs, á náðir hans? Mun hún hafa verið að leita á náðir guðs í himninum? Líklegt virðist það vera, svaraði ég. Við héldum áfram. Pegar við höfðum haldið áfram um stund, sá ég smyril sitja á þúfu, og var dúnflekkur í kringum hann. Ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.