Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Page 57

Eimreiðin - 01.05.1902, Page 57
*3 7 Petta var kynlegt, þar sem hún talaði mestmegnis am rang- lætið, þegar hún vakti. Eitt sinn lagði hún þessa spurningu fyrir mig — nývöknuð, frá draumum sínum: Hvar er réttlætið að finna? Hún brosti barnalega og sólin skein inn á höfðalagið. Ég svaraði á þessa leið: I kirkjunni — í blöðunum, sem presturinn ber upp í stólinn. Ég vil fara til kirkju, mælti hún þá. Já, á sunnudaginn kemur; þá á að ferma börn. Systir mín varð glöð í bragði, venju fremur, þessa daga, sem óliðnir voru til helgarinnar. Brá hún nú á forna venju: tíndi fífla og sóleyjar og stakk á sig. En fölvinn í yfirbragðinu sýndi og sannaði, að hún var söm og áður í raun og veru, að því er sjúk- leikann snerti. Við héldum til kirkjunnar á sunnudagsmorguninn. Leið okkar lá gegnum skógarkjörr. Par var kvikt og kátt af sólskríkjum og þröstum. Á réttlætið hérna heima? spurði systir mín, og benti á leik- svið þrastanna og sólskríkjanna. Ég veit ekki, svaraði ég. Mér sýnast þeir svo sakleysislegir og glaðir, mælti hún. Já, en þeir lifa á ormum, sem þeir drepa og stundum koma smyrlar og drepa þá. Systir mín þagði um stund, en andvarpaði sáran. I þessum svifum heyrðum við þyt í loftinu; litum upp og sá- um smyril og sólskrikju koma í hendingskasti. Pau fóru í krók- óttum eltingaleik upp í loftið og hurfu að lokum upp í bláinn. Systir mín rak upp hljóð og féll í öngvit á jörðina. Pegar hún raknaði við, leit hún upp í loftið og spurði: »Náði smyrillinn sólskríkjunni? Eg veit ekki; þau hurfu, svaraði ég. Ég þorði ekki að segja henni það, sem auðvitað var og sjálfsagt: að sólskríkjan hlaut að lenda í klóm smyrilsins. Mér sýndist sólskríkjan sækja upp, mælti systir mín. Ætli hún hafi verið að leita upp til guðs, á náðir hans? Mun hún hafa verið að leita á náðir guðs í himninum? Líklegt virðist það vera, svaraði ég. Við héldum áfram. Éegar við höfðum haldið áfram um stund, sá ég smyril sitja á þúfu, og var dúnflekkur í kringum hann. Ég

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.