Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 68

Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 68
148. svo, að hann lét að lokum tilleiðast. Hún fór og eftir tvö ár var hann búinn að vinna sér inn nægilegt fé fyrir fargjaldi handa sjálfum sér, og hlakkaði nú heldur en ekki lítið til að hitta unnustuna. Hann kom og skjótt auga á hana á innflytjendahúsinu í Winnipeg; en svo virtist sem hún hefði fremur komið þangað fyrir forvitnis sakir, en til þess að taka á móti honum; því þegar hann ætlaði að heilsa henni, tók hún til fótanna og hljóp af stað út í bæinn. Hann hljóp á eftir og náði henni. En hún varð þá svo gröm yfir því, ef einhver, sem þekti hana, kynni að sjá hana í fylgd með jafndurgslega klæddum manni og hann var í íslenzku ferðafötunum sínum, að hún bað hann að hafa sig sem skjótast á burtu, og hótaði að láta lögregluþjónana taka hann fastan, ef hann slepti sér ekki. Svo hljóp hún frá honum sína leið, en hann reikaði út á sléttuna fyrir utan bæinn með »vonirnar allar dauðar«, fleygði sér þar niður og grét eins og barn. Þetta er aðalefnið í þessari sögu; en þá er minst sagt, því með- ferðin og lýsingin á þessu öllu er aðalatriðið. Hún er svo snildarleg, að um hana hefir hinn mesti gagnrýnishöfundur á Norðurlöndum, dr. Georg Brandes, sagt, að betur yrði ekki frá henni gengið. Pessi saga hefir sem sé verið prentuð áður og verið þýdd bæði á dönsku og þýzku, og öllum þótt mikið til hennar koma. Önnur sagan heitir »Litli-Hvammur« og hefir áður verið prentuð neðanmáls í ípafold. Efni hennar er í fám orðum þetta: í Stóra- Hvammi bjó efhaður ekkjumaður, sem hét Sveinbjörn; hann átti einn son upp kominn, Sigurgeir að nafni. I Litla-Hvammi bjó ekkja, sem hét Guðríður. Svo mátti heita að túnin lægju saman. Stóri-Hvammur var mesta kostajörð að öllu öðru en því, að slægjurnar vóru bæði litlar og reytingssamar. Litli-Hvammur var lítil jörð að víðáttu, en næstum eintómar engjar — rennislétt, kafloðið flæðiengi, þar sem grasið gekk í öldum. Pað, sem Sveinbjörn langaði til mest af öllu, var að ná í Litla-Hvamm og hafa svo báðar jarðirnar undir. Hann reyndi með öllu móti að fá Guðríði til að selja sér jörðina, en hún var ófáanleg til þess. Svo tók hann það til bragðs, að biðja hennar, til að ná þannig yfirráðum yfir jörðinni, en fékk hryggbrot. En Guðríður réð honum til að fá fyrir ráðskonu unga myndarstúlku, sem hét Solveig og var dóttir bláfátæks manns þar í sveitinni, er átti fyrir mikilli fjöl- skyldu að sjá. Þetta varð að ráði og Sveinbirni líkaði svo vel við Sol- veigu, að hann afréð að eiga hana, hvort sem henni væri það Ijúft eða leitt. En henni var það alt annað en ljúft, því hún varð ástfangin í Sigurgeir, syni Sveinbjarnar, og þau hvort í öðru. Hún tók því þvert fyrir að giftast Sveinbirni, er hann bað hennar. En hann ie't það ekki á sig fá. og hugsaði, að hann skyldi hafa sitt fram, hvað sem taut- aði. Hann átti tóluvert hjá föður hennar, sem ekki gat borgað skuld sína, og honum hótaði hann nú að ganga svo hart að honum, að hann hlaut að fara á sveitina með alla sína fjölskyldu. Eina ráðið til að bjarga honum, var að Solveig léti að vilja Sveinbjarnar, og það afréð hún að lokum að gera, heldur en að steypa foreldrum sínum og syst- kinum í óhamingju, þótt hún yrði að fórnfæra sjálfri sér til þess. En þá skarst vinkona hennar, Guðríður gamla, í leikinn, og tókst að lok- um að vinna Sveinbjörn með þvi að selja honum LifJa-Hvamm. Sigur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.