Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 76
i56
FREYJA. IV, ii, Útgefandi: Margrét J. Bencdictsson. Selkirk,
Man. 1901. Fyrir eitthvað tveimur eða þremur árum var Eimr. sent
eitt númer af »Freyju«, sjálfsagt í því skyni, að þess væri getið. En það
númer var svo mikil ómynd, að vér hlífðumst við að geta um það. 1
því var t. d. ferðasögubull eftir ameríska konu, sem ferðast hafði heima
á íslandi, er var svo fult af vitleysum og lokleysum, að oss var óskilj-
anlegt, að nokkur íslendingur skyldi verða til þess að þýða það og
gefa:';út á íslenzku — athugasemdalaust. Einnig að öðru leyti var þetta
númer svo lélegt, að oss virtist engin þörf á, að vara menn við að
halda lífinu í slíku blaði. Síðan höfum vér ekki séð »Freyju« fyr en
nú, er oss hefir verið sent desembernúmer hennar igot, og má af því
sjá, að hún er nú orðin fjögra ára gömul. Pað lítur því út fyrir að
blaðið hafi tekið sér fram, því annars er oss óskiljanlegt, að það hefði
verið sett á vetur svona hvað eftir annað.
Það er líka sannast að segja, að sé »Freyja« að jafnaði álíka góð
og þetta jólanúmer hennar, þá á hún rétt á að lifa. Reyndar er
prentun þess töluvert ábótavant (letrið klest og óskýrt), en af innihald-
inu eru kaupendurnir fullsæmdir. Þar eru kvæði eftir Stephán G.
Stephánsson, S. J. Jóhannesson, Sig. Júl. Jóhannesson, B. Pórarinsson
og Helgu Baldvinsdóttur og öll dágóð — og sum fram yfir það, t. d.
kvæðin eftir St. G. St. Kvæðið »Kjallaraplanian« er Kka alleinkenni-
legt kvæði og merkilega snoturt bæði að hugsun og búningi. Pá er
dálítil jólasaga »Föðurlausa stúlkan« eftir G. A. Dahlmann, kafli úr
þýddri sögu (»Karmel njósnari«) og enn önnur jólasaga (»Barnakró«).
Fremst í heftinu er svo nýtt sönglag eftir Gunnstein Eyjólfsson, og
auk þess blað með myndum af 5 Vestur-íslendingum, fjórum karl-
mönnum og einni konu. (Gunnsteinn Eyjólfsson, St. G. Stephánsson,
Helga Baldvinsdóttir, S. J. Jóhannesson og G. A. Dalmann). Eins og
af þessu má sjá, er efhið allmargbreytt og í alla staði vel frambæri-
legt. Pað gleður oss að sjá þessa framför frá því, sem vér höfum
áður séð af »Freyju«, og vér vonum og óskum, að hún sé ekki lak-
ari allan ársins hring en þetta eina númer.
ALMANAK 1902. VIII. ár. Útgefandi: Ólafur S. Thorgeirs-
son. Winnipeg 1901. Auk tímatalsins er í þessum árgangi áframhald
al safni til landnámssógu íslendinga í Vesturheimi, og er sá kaflinn, er
hér birtist um landnám íslendinga í Norður-Dakóta, eftir prófessor séra
Frvbrik Bergmann. Er saga hans í 36 kapítulum og prýðisvel sögð
og miklu betur en nokkur hinna fyrri kafla, því hér er skýrt frá ö 11-
um hliðum frumbýlingslífsins og það svo ljóst og skilmerkilega, að
jafhvel bráðókunnugum mönnum hlýtur að skiljast alt vel (t. d. sveita-
stjórnarfyrirkomulagið og fleira, sem menn heima á íslandi gætu ekki
skilið skýringalaust). Auk þess er framsetningin einkar lipur og hugð-
næm. Eftir sama höfund eru og í almanakinu æfiágrip tveggja nýdá-
inni landnámsmanna, J. P. Hallssonar og J. Bergmanns, með góðum
myndum af þeim. Þá er stutt ritgerð um Brasilíuferðir Þingeyinga,
eftir Jón BorgfiÆng á Akureyri, og að lokum ýmsar smágreinar, og
helztu viðburðir og mannalát meðal íslendinga í Vesturheimi. Frá-
gangurinn á almanakinu er hinn vandaðasti.