Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 56

Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 56
136 Ofurlitlu leiftri brá fyrir í tárvotum augunum sem snöggvast. Svo varð hún aftur stúrin og mælti með angurblíðri kvennrödd: Við erum ekki börn lengur — því er betur. Hvað viltu þá? spurði ég, — til Ameríku? Viltu fara til Ameríku ? Hún kiptist við eins og stungið.barn — eins og nálstungið barn: Til Ameríku? Með hinum? Berast með straumnum, — út í, fram í, niður í haf og hyldýpi þjóðernisdauðans, tungueyðing- arinnar? — aldrei, aldrei! Eigum við þá að ganga upp á Hádegishnjúk og Náttmála- nibbu? Par er svo víðsýnt og fallegt. Hún greip fram í og mælti: — vita hvort við sjáum inn í guðsríki, náum upp í sólina? — Við erum nú ekki börn lengur — því miður. En víðsýnið er svo ljómandi af þessum hæðum. Systir, víð- sýnið er svo ljómandi. Viltu ekki sjá út á haf, út yfir höf og lönd? Hún hugsaði sig um og sagði svo: Jú, að vísu er fallegt að litast þar um. Paðan má sjá heim- inn og hlutina undir tálblæjunni, tálmóðunni, sem fjarlægðin blá- málar dauðann með, dauðann og eyðilegginguna, svo að þau líta út eins og ljósálfar í draumi þjóðtrúarinnar. — En ég vil ekki þetta fals, þessa blekkingarblæju. Ég vil sjá hlutina eins og þeir eru í raun og veru. En gáðu að einu, mælti ég. — Hlutirnir hafa tvær hliðar: rétthverfu og ranghverfu, eða ásýnd og baksvip. Við megum ekki festa augun alt of mjög við ranghverfuna, eða baksvipinn, heldur ættum við að gleðja okkur við ásýndina. Grunnfærni, grunnfærni! svaraði systir mín. Vel mælir þú. En hvað verður úr faguryrðum þínum, þegar þess er gætt, að flest meginöfl hlutanna eru í ranghverfunni. — Ég þagnaði, en hugsaði þeim mun fleira. Ég sá nú og skildi, að systir mín var sjúk, að hún hafði tekið sjúkdóm, sem er hverjum sjúkleik verri, — hjartaveiki, sem heitir lífsleiði. Systur mína dreymdi margt og mikið hverja stund, sem höfgi féll á hana. Jafnan dreymdi hana um réttlætið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.