Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Side 56

Eimreiðin - 01.05.1902, Side 56
136 Ofurlitlu leiftri brá fyrir í tárvotum augunum sem snöggvast. Svo varð hún aftur stúrin og mælti með angurblíðri kvennrödd: Við erum ekki börn lengur — því er betur. Hvað viltu þá? spurði ég, — til Ameríku? Viltu fara til Ameríku? Hún kiptist við eins og stungið.barn — eins og nálstungið barn: Til Ameríku? Með hinum? Berast með straumnum, — út í, fram í, niður í haf og hyldýpi þjóðernisdauðans, tungueyðing- arinnar? — aldrei, aldrei! Eigum við þá að ganga upp á Hádegishnjúk og Náttmála- nibbu ? Par er svo víðsýnt og fallegt. Hún greip fram í og mælti: — vita hvort við sjáum inn í guðsríki, náum upp í sólina? — Við erum nú ekki börn lengur — því miður. En víðsýnið er svo ljómandi af þessum hæðum. Systir, víð- sýnið er svo ljómandi. Viltu ekki sjá út á haf, út yfir höf og lönd? Hún hugsaði sig um og sagði svo: Jú, að vísu er fallegt að litast þar um. Paðan má sjá heim- inn og hlutina undir tálblæjunni, tálmóðunni, sem fjarlægðin blá- málar dauðann með, dauðann og eyðilegginguna, svo að þau líta út eins og ljósálfar í draumi þjóðtrúarinnar. —- En ég vil ekki þetta fals, þessa blekkingarblæju. Eg vil sjá hlutina eins og þeir eru í raun og veru. En gáðu að einu, mælti ég. — Hlutirnir hafa tvær hliðar: rétthverfu og ranghverfu, eða ásýnd og baksvip. Við megum ekki festa augun alt of mjög við ranghverfuna, eða baksvipinn, heldur ættum við að gleðja okkur við ásýndina. Grunnfærni, grunnfærni! svaraði systir mín. Vel mælir þú. En hvað verður úr faguryrðum þínum, þegar þess er gætt, að flest meginöfl hlutanna eru í ranghverfunni. — Eg þagnaði, en hugsaði þeim mun fleira. Ég sá nú og skildi, að systir mín var sjúk, að hún hafði tekið sjúkdóm, sem er hverjum sjúkleik verri, —- hjartaveiki, sem heitir lífsleiði. Systur mína dreymdi margt og mikið hverja stund, sem höfgi féll á hana. Jafnan dreymdi hana um réttlætið.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.