Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 10

Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 10
9o Beecher hélt lengi áfram að styðja samveldismenn í stjórnmálum. Auk þess fór hann fram og aftur um landið og flutti tölur um ýms málefni. f*að er talið, að hann hafi flutt í 15 ár um 150—200 tölur á ári hverju. — Enn fremur prédikaði hann á sunnudögum og helgi- dögum. Árið 1872 vóru liðin 25 ár, síðan Beecher varð prestur í Brook- lyn. Hann og söfnuðurinn hélt »silfurbrúðkaup« sitt í okt. 1872. Þar var mikið um dýrðir, enda var fagurt að líta yfir liðnu árin. Söfnuð- urinn hafði haft meiri áhrif á þjóðmál Bandaríkjanna, en nokkur annar söfnuður hefir nokkru sinni haft. En Beecher var þá talinn frægasti prestur í heimi. Árið 1884 fór forsetakosning fram í Bandaríkjunum. Þá var Cleveland forsetaefni sérveldismanna, en Blaine forsetaefni samveldis- manna. Beecher vildi sitja hjá og skifta sér eigi af kosningum þess- um. Hann bar eigi fult traust til Blaine’s. En samveldismenn vildu neyða hann til að styðja Blaine og höfðu jafnvel hótanir í frammi. Pá skifti Beecher um skildi, sagði skilið við samveldismenn og gekk í lið með sérveldismönnum. Þessu vék þannig við. Beecher hafði fylgt samveldismönnum, sakii* þess að þeir vóru andvígir þrælahaldi. En hann snerist í lið með sérveldismönnum, sakir þess að hann var hlyntur »frjálsri verzlan« (free trade). Við forsetakosning þessa flutti Beecher tölur og studdi mjög að því, að Cleveland náði kosninu. Árið 1886 fór Beecher og kona hans til Englands. Þar vóru þau næstum 4 mánuði. Beecher heyrði þá Gladstone halda tölu um heima- stjórn íra og sagði við hann: »Ég á engin orð yfir ágæti tölu yðar.« Glad- stone svaraði: »Vissulega eruð þér góður dómari í því efni.« Meðan Beecher dvaldi á Englandi, komust menn þannig að orði: »Nú eru »gömlu mikilmennin« á Englandi orðin tvö« (Gladstone og Beecher). Beecher flutti í ferð þessari 7 prédikanir og 67 tölur. Mestu stórmenni Englands sýndu honum mikinn sóma, t. d. Gladstone, Herbert Spencer og Farrar. Þegar Beecher kom heim úr þessari Englandsferð sinni, þá tók hann aftur við störfum sínum í Brooklyn. En 3. marz 1887 lagðist hann banaleguna og dó 8. s. m. Hann var jarðsettur 12. marz með mestu þjóðarsorg. Kona Beechers og 4 börn þeirra (3 synir og 1 dóttir) lifðu hann. f’ótt allir bræður hans væru prestar og allar systur hans rithöfundar, þá varð þó engiun af sonum hans prestur og ekkert barna hans rit- höfundur. í ágripi þessu er eigi hægt að lýsa Beecher, að því er snertir rit- störf, trúar- og kirkjuskoðanir, ræðuíþrótt og margt fleira. Hann var afarfrumlegur (genial) i hugsunum sínum. Sakir þess lagði hann margar nýjar brautir í ríki andans En sumar þeirra urðu að einstigi, sem engum var fært nema honum einum. Hafsteinn Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.