Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 25

Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 25
io5 »Horf ei upp til brattra brúna, beyg þig niður — sjá þar gröf, stöfun myrkra, máðra rúna, meinastörf og skammvinn töf. Gaktu burt úr grænum lundi! grasið visnar, blóminn deyr. >>Sæk þú ekki á feðra fundi, feigur ertu, en dauðir þeir.« Pær sem vilja á kaldan klaka komið öllum gróðri fá; þær sern einar vilja vaka vöggu manns og gröfum hjá; þær sem vilja vista í sauri vitund göfga, er þráir, man, þær sem vilja ausa auri andans mjalla-fáðan svan. Fals og lygi! — Brattar brúnir benda og lyfta ungri sál. Nem þú spakar reynslu-rúnir, ritning þína og Hávamál. Feigð og dauði! — Ern og ungur upp af báli Fönix rís. Moldin á sér mælskar tungur, minning verkið, blómsveig hrís. Altaf hvetja áar mögu: »Áfram hærra á takmark fast! Munið’ ekki í margri sögu merkið hné og fióttinn brast? Stefnulausa hálfleiks hringlið hefir aldrei rudda braut! Fram á hólminn hugarvinglið hefir það að förunaut.« Einskisvert er eir að spara, ef þú kastar gulli burt. Verða muntu í verjur fara, viljirðu sigla rokið þurt. Ef að þarftu að sigla á sjóinn, sittu ei af þér minsta byr. Hæfir ei leggja hönd á plóginn horfa um öxla og standa kyr. Hinn og þessi og við allir ótalsinnum gjörum það; því eru fleiri hreysi en hallir, hrjóstrin köld í blómreits stað, illgresi, sem ýmsir ræta, ónýt handtök, gagnlaus spor. Ein er líkn: að enn má bæta axarsköft og mistök vor. Arfar manns er eina vonin, alt sem gjörir stríðið létt. Binda oss við barnið, soninn blóð og skylda, jafnt og þétt. Sökum hans úr rúst frá rótum rís það upp, er hrundi og brann. Skal með berum, blóðgum fótum brotinn ísinn fyrir hann. Vonin ljúfa ber að baki blóðsins hvöt og skyldurækt, sú, að hann í hendur taki hervopn manns" með þrekið nægt, og þeim kunni betur beita, berjist harðar, vinni meir; hafi upp úr sínum sveita sælustundir fleiri en þeir. Seint og snemma, árum öllum að því marki róa ber: Fjölgi kostum, fækki göllum, framtíð betri, en sú sem er. Ef að ég í engum greinum áum dauðum lengra næ, þá er um leið til einskis einum ættlið varpað burt á glæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.