Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 34
H4 framburði jökulánna; aðalefni þeirra er möl og hnullungar, en sum- staðar eru þó hraun og vikurmolar, aska og leir saman við. Þá er að geta um hin rauðu merki á uppdrættinum. Um surtar- brandinn hófum vér fyr getið, hann er lang-algengastur á Vesturlandi, en þó er vanalega eitthvað af honum í öllum blágrýtishéruðum. Sér- stakt merki er sett á þeim stöðum, þar sem steingjör jurtaför hafa fundist; það er tiltölulega óvíða, við Brjámslæk og Steingrímsfjörð, við Hreðavatn í Mýrasýslu og í Skagafjarðardólum. Steingjörvar skeljar hafa fundist víða um land, þó hvergi nema á sléttlendinu og í dölum; sumar af þeim, sem lengst eru frá sjó, bera vott um miklu kaldara loftslag, en nú er á íslandi; hinar eru af sömu tegund eins og þær, er enn lifa í sjónum við strendur landsins. 1 nánu sambandi við skelja- leifarnar eru fornir malarkambar, er ég hefi skoðað kringum alt land; þeir sýna, að sævarflötur hefir fyrrum náð miklu lengra á land upp en nú; um lok ísaldar var fjöruborðið 250 fet fyrir ofan sævarmál, það sem nú er, og láglendi öll og neðri hluti dalanna var þá í sjó. Svo fór smátt og smátt að fjara út og fjóruborðið hélst lengi á 120 feta hæð yfir sjó, unz það svo smátt og smátt færðist þangað, sem það er nú. Merki um breytingú þessa á stöðu hafsins eru eigi aðeins malar- kambar, rastir og rindar af brimbörðu grjóti, heldur og brimsorfnir hellar langt frá sjó, leirlög með skeljum, hvala- og rostungabein, forn rekaviður o. fl. Isrákir fornar sjást um alt land á blágrýti og grá- grýti og stundum á móbergi og þussabergi, þó það sé sjaldnar, af því bergtegundir þessar eru svo linar, að loft og lögur hefir afmáð rákirnar. Par sem slíkar rákir sjást á jarðföstum klöppum, er það viss vottur um, að þar hafa fyrrum (á ísöld) gengið jöklar yfir, hafa þeir ekið undir sér möl og grjóti og fágað þannig hellur og kletta. Rákirnar sýna, að' jöklar hafa hulið alt landið, nema hvað einstöku tindar hafa staðið upp úr, og stefna þeirra sýnir, að skriðjöklarnir hafa gengið niður dalina til sjávar frá miðhryggjum landsins. Pá eru á uppdrættinum sérstök merki, er sýna hveri og iaugar, brennisteinsnámur og ölkeldur, en ölkeldurnar eru fiestar á Snæfellsnesi og aðeins örfáar annarstaðar. Eldfj öllin hefi ég flokkað eftir eðli þeirra og útliti; sum eru allbrött og samsett aí hraunum og öskulögum á víxl og í h'ku formi eins og Vesúvíus á ítalíu, þá eru ónnur eldfjöll bunguvaxin (eins og Skjaldbreiður) með litlum halla, með stórum gíg í toppi og úr eintómum hraunum; þesskonar eldfjöll eru ekki til nær en á Sandwicheyjum í Kyrrahafi. Pá eru eldborgaraðir algengar á ís- landi og eru þær hvergi eins einkennilegar og stórkostlegar; hafa þar margir eldgígir myndast á löngum sprungum á sléttlendi og hraun ollið út á báðar hliðar. Sumstaðar hafi ég, sem fyr var getið, fundið ísnúin eldfjöll, er gosið hafa á ísöld eða fyr, og nokkur alþekt eldfjöll, eins og t. d. SnæfeHsjökull og Oræfajökull, hafa byrjað að gjósa fyrir ísöld og hafa síðan gosið við og við. Hvortveggju eru auðkend með sérstöku merki á uppdrættinum. Pó þessar skýringar séu fáar og stuttar, vona ég þó, að þær geti verið til leiðbeiningar, svo að þeir, sem lesa uppdráttinn með athygli, geti skilið hann, þó eigi séu jarðfróðir áður, einkum ef þeir um leið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.