Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Síða 34

Eimreiðin - 01.05.1902, Síða 34
framburði jökulánna; aðalefni þeirra er möl og hnullungar, en sum- staðar eru þó hraun og vikurmolar, aska og leir saman við. Þá er að geta um hin rauðu merki á uppdrættinum. Um surtar- brandinn höfum vér fyr getið, hann er lang-algengastur á Vesturlandi,. en þó er vanalega eitthvað af honum í öllum blágrýtishéruðum. Sér- stakt merki er sett á þeim stöðum, þar sem steingjör jurtaför hafa fundist; það er tiltölulega óvíða, við Brjámslæk og Steingrímsfjörð, við Hreðavatn í Mýrasýslu og í Skagafjarðardölum. Steingjörvar skeljar hafa fundist víða um land, þó hvergi nema á sléttlendinu og í dölum; sumar af þeim, sem lengst eru frá sjó, bera vott um miklu kaldara loftslag, en nú er á íslandi; hinar eru af sömu tegund eins og þær, er enn lifa í sjónum við strendur landsins, 1 nánu sambandi við skelja- leifarnar eru fornir malarkambar, er ég hefi skoðað kringum alt land;: þeir sýna, að sævarflötur hefir fyrrum náð miklu lengra á land upp en nú; um lok ísaldar var fjöruborðið 250 fet fyrir ofan sævarmál, það sem nú er, og láglendi öll og neðri hluti dalanna var þá í sjó. Svo fór smátt og smátt að fjara út og fjöruborðið hélst lengi á 120 feta hæð yfir sjó, unz það svo smátt og smátt færðist þangað, sem það er n-ú. Merki um breytingu þessa á stöðu hafsins eru eigi aðeins malar- kambar, rastir og rindar af brimbörðu grjóti, heldur og brimsorfnir ■hellar langt frá sjó, leirlög með skeljum, hvala- og rostungabein, forn rekaviður o. fl. ísrákir fornar sjást um alt land á blágrýti og grá- grýti og stundum á móbergi og þussabergi, þó það sé sjaldnar, af því bergtegundir þessar eru svo linar, að loft og lögur hefir afmáð rákirnar. Þar sem slíkar rákir sjást á jarðföstum klöppum, er það viss vottur um, að þar hafa fyrrum (á ísöld) gengið jöklar yfir, hafa þeir ekið undir sér möl og grjóti og fágað þannig hellur og kletta. Rákirnar sýna, að jöklar hafa hulið alt landið, nema hvað einstöku tindar hafa staðið upp úr, og stefna þeirra sýnir, að skriðjöklarnir hafa gengið niður dalina til sjávar frá miðhryggjum landsins. f’á eru á uppdrættinum sérstök merki, er sýna hveri og laugar, brennisteinsnámur og ölkeldur, en ölkeldurnar eru flestar á Snæfellsnesi og aðeins örfáar annarstaðar. Eldfjöllin hefi ég flokkað eftir eðli þeirra óg útliti; sum eru allbrött og samsett aí hraunum og öskulögum á víxl og í líku formi eins og Vesúvíús á Ítalíu, þá eru önnur eldfjöll bunguvaxin (eins og Skjaldbreiður) með litlum halla, með stórum gíg í toppi og úr eintómum hraunum; þesskonar eldfjöll eru ekki til nær en á Sandwicheyjum í Kyrrahafi. Pá eru eldborgaraðir algengar á ís- landi og eru þær hvergi eins einkennilegar og stórkostlegar; hafa þar margir eldgígir myndast á löngum sprungum á sléttlendi og hraun ollið út á báðar hliðar. Sumstaðar hafi ég, sem fyr var getið, fundið isnúin eldfjöll, er gosið hafa á ísöld eða fyr, og nokkur alþekt eldfjöli, eins og t. d. Snæfellsjökull og Oræfajökull, hafa byijað að gjósa fyrir ísöld og hafa síðan gosið við og við. Hvortveggju eru auðkend með sérstöku merki á uppdrættinum. Þó þessar skýringar séu fáar og stuttar, vona ég þó, að þær geti verið til leiðbeiningar, svo að þeir, sem lesa uppdráttinn með athygli, geti skilið hann, þó eigi séu jarðfróðir áður, einkum ef þeir um leið

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.