Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 6

Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 6
86 Árið 1851 gaf frú Harriet Beecher Stowe út bók sína: »Uncle Tom’s Cabin«. Þessi skáldsaga talar máli svertingjanna og hafði afar- mikil áhrif, eins og alkunnugt er. Sama ár kom frclsishetjan ungverska, Kossuth til Vesturheims. Beecher bauð honum að tala í kirkju sinni. Þar var skolið saman 10,000 dollurum til að styrkja Ungverja í frelsis- stríði þeirra. 22. maí 1856 varð sá atburður í sambandsþinginu, að sunnan- maður einn barði í sjálfum þingsalnum áhrifamesta andmælanda þræla- haldsins. Þetta frumhlaup mæltist afarilla fyrir. Það var haldinn al- mennur fundur í New York til að mótmæla þessum aðförum. Þar kom saman afarmikill mannfjöldi, Foringjar norðanmanna fluttu þar tölur. Síðan var fundi slitið. En áheyrendurnir tóku þá eftir því, að Beecher var kominn á fundinn. Þeir heimtuðu með hrópi miklu, að hann skyldi tala. Þar hélt hann alveg óviðbúinn ágæta tölu, er hafði víðtæk áhrif. Næsta dag fluttu blöðin tölu hans í heilu líki út um öll Bandaríkin. Frá þeim tíma er hann talinn meðal aðalleiðtoga norðanmanna. Beecher og söfnuður hans keyptu um þessar mundir marga menn úr þrældómi. Lausnarfénu var skotið saman við guðsþjónustur í kirkjunni. Hér skulu nefnd nokkur dæmi: 1. Einu sinni var barnung svertingjastúlka látin fara upp á ræðu- pallinn til Beecher’s við guðsþjónustu í kirkjunni. Hann beiddi söfnuð- inn að gefa fé til lausnar barninu með svo áhrifamikum orðum, að margir af áheyrendunum gátu eigi tára bundist. Undir eins var nægu fé skotið saman. Nafnkunn kona ein, Rose Terry að nafni, dró dýr- mætan hring af hendi sér og lagði hann á samskotadiskinn. Beecher tók hringinn, dró hann barninu á hönd og sagði: »Mundu eftir því, að þetta er frelsishringur þinn«. Barnið var síðan kallað Rose Ward. Nafnið var dregið af nafni konunnar, sem gaf hringinn, og nafni Henry Ward Beechers 2. Hvítur maður einn hafði átt dóttur með ambátt sinni. Þessa dóttur sína seldi hann þrælasala fyrir 1200 dollara. Þrælasalinn kendi í brjósti um stúlkuna og gaf henni leyfi til að kaupa sér frelsi. All- margir urðu til þess að gefa henni fé, en það nægði eigi. Henni var því ráðlagt að leita til Becher’s. Hann kallaði hana upp til sín á ræðupallinn (við guðsþjónustu í kirkjunni) og mælti: »Komdu hingað upp Sarah og láttu okkur sjá þig«. Hann beiddi síðan söfnuðinn að skjóta fé saman til lausnar henni. Það var gert á svipstundu. Ósjálf- rátt klöppuðu menn ákaft, þegar samslcotunum var lokið. En Beecher komst þannig að orði: »f’egar Gyðingar forðum gengu til hátíðahalds, þá létu þeir hæðirnar umhverfis Jerúsalem bergmála af fagnaðarópum sínum. Eg er andvígur vanhelgu klappi í húsi guðs, en þegar gott verk er vel unnið, þá er eigi rangt að láta gleði sína í ljós.« 3. Ambátt ein, Elíza að nafni, strauk frá eiganda sínum í New Orleans og komst alla leið til Brooklyn. far varð henni náð. fað átti samkvæmt lögum um strokuþræla að flytja hana aftur til eigand- ans. Beecher skrifaði honum og spurði um verð hennar. Svarið var þetta: »Ef Beecher lofar að senda ambáttina eða 2000 dollara til New Orleans innan 10 daga, þá skal mál hennar falla niður«. Beecher hét þessu. Næsta sunnudagsmorgun prédikaði hann í kirkju sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.