Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 6
86
Árið 1851 gaf frú Harriet Beecher Stowe út bók sína: »Uncle
Tom's Cabin«. Pessi skáldsaga talar máli svertingjanna og hafði afar-
mikil áhrif, eins og alkunnugt er. Sama ár kom frelsishetjan ungverska,
Kossuth til Vesturheims. Beecher bauð honum að tala í kirkju sinni.
Par var skotið saman 10,000 dollurum til að styrkja Ungverja í frelsis-
stríði þeirra.
22. maí 1856 varð sá atburður í sambandsþinginu, að sunnan-
maður einn barði í sjálfum þingsalnum áhrifamesta andmælanda þræla-
haldsins. Þetta frumhlaup mæltist afarilla fyrir. Pað var haldinn al-
mennur fundur í New York til að mótmæla þessum aðförum. Par kom
saman afarmikill mannfjöldi. Foringjar norðanmanna fluttu þar tölur.
Síðan var fundi slitið. En áheyrendurnir tóku þá eftir því, að Beecher
var kominn á fundinn. Peir heimtuðu mcð hrópi miklu, að hann skyldi
tala. Þar hélt hann alveg óviðbúinn ágæta tölu, er hafði víðtæk áhrif.
Næsta dag fluttu blöðin tölu hans í heilu llki út um öll Bandaríkin.
Frá þeim tíma er hann talinn meðal aðalleiðtoga norðanmanna.
Beecher og söfhuður hans keyptu um þessar mundir marga menn
úr þrældómi. Lausnarfénu var skotið saman við guðsþjónustur í
kirkjunni. Hér skulu nefnd nokkur dæmi:
1. Einu sinni var barnung svertingjastúlka látin fara upp á ræðu-
pallinn til Beecher's við guðsþjónustu í kirkjunni. Hann beiddi söfnuð-
inn að gefa fé til lausnar barninu með svo áhrifamikum orðum, að
margir af áheyrendunum gátu eigi tára bundist. Undir eins var nægu
fé skotið saman. Nafnkunn kona ein, Rose Terry að nafhi, dró dýr-
mætan hring af hendi sér og lagði hann á samskotadiskinn. Beechcr
tók hringinn, dró hann barninu á hönd og sagði: »Mundu eftir því,
að þetta er frelsishringur þinn«. Barnið var síðan kallað Rose Ward.
Nafnið var dregið af nafhi konunnar, sem gaf hringinn, og nafni Henry
Ward Beechers.
2. Hvítur maður einn hafði átt dóttur með ambátt sinni. Þessa
dóttur sína seldi hann þrælasala fyrir 1200 dollara. Þrælasalinn kendi
í brjósti um stúlkuna og gaf henni leyfi til að kaupa sér frelsi. All-
margir urðu til þess að gefa henni fé, en það nægði eigi. Henni var
því ráðlagt að lcita til Becher's. Hann kallaði hana upp til sín á
ræðupallinn (við guðsþjónustu í kirkjunni) og mælti: »Komdu hingað
upp Sarah og láttu okkur sjá þig«. Hann beiddi síðan söfnuðinn að
skjóta fé saman til lausnar henni. Það var gert á svipstundu. Ósjálf-
rátt klöppuðu menn ákaft, þegar samskotunum var lokið. En Beecher
komst þannig að orði: »Pegar Gyðingar forðum gengu til hátíðahalds,
þá létu þeir hæðirnar umhverfis Jerúsalem bergmála af fagnaðarópum
sínum. Ég er andvígur vanhelgu klappi í húsi guðs, en þegar gott
verk er vel unnið, þá er eigi rangt að láta gleði sína í ljós.«
3. Ambátt ein, Elíza að nafni, strauk frá eiganda sinum í New
Orleans og komst alla leið til Brooklyn. Þar varð henni náð. Það
átti samkvæmt lögum um strokuþræla að flytja hana aftur til eigand-
ans. Beecher skrifaði honum og spurði um verð hcnnar. Svarið var
þetta: »Ef Beecher lofar að senda ambáttina eða 2000 dollara til
New Orleans innan 10 daga, þá skal mál hennar falla niður«. Beecher
hét þessu. Næsta sunnudagsmorgun prédikaði hann í kirkju sinni.