Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 26

Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 26
io6 Hæfir ekki í stað að standa, stöðvuð ganga er afturför. Hver vill binda ungan anda inn við dauðra feðra kör? Ei má heimta hann hylli tjái hverju goði fólks og lands, né með augum sömu sjái sérhvert mál og faðir hans. Ei márþrautin, kvölin, krossinn, kjark vorn buga, er gegnir verst. Altaf verða vænstu hnossin verðlaun þess, er dugar bezt. Enn er full af björtum baugum bjarmans vonar ríka mund. Ennþá varpar vítt frá haugum vafurloga um sæ og grund. Gegnt við fornu fúasprekin frjóvir kvistir rísa hátt. Gamal-kredda og barnabrekin býsnum elda silfur grátt Styrjöld geisar úti og inni, alt í kring með voða og fár. Einn þó sæmd og unað vinni annar tapar, hnígur nár. Altaf svíður undin, skaðinn. Eðli manna neitt er breytt. Práin heimtar þrent í staðinn, þegar henni veitt er eitt. Einum rómi seint mun sungin sæludrápa um þveran heim. Altaf verður ekka þrungin einstök rödd í hljómnum þeim. Hvers má þó með sönnu synja? sjónir byrgja þoku og húm. Ei er neinum unt að skynja andans flug um tíma og rúm. Víst er það: á vitund engra vera mun sú stund og svið. þegar orðið : ekki lengra! er honum birt og staðið vib. Raustin snjalla þegar þegir. þinn sem hvetur djarfa móð. Mun ei hitt, að enn þú eigir öll þín dýrstu gull í sjóð? Ná til æðri vegs og valda, vega djarft að margri þraut. rökkri svift um órof alda eiga glæsta sigurbraut. Kynslóðirnar kotna og fara kvikna, lifa og hníga í dá; myndar þeirra flóð og fjara föllin ströng um tímans sjá. Lýsið, stjörnur, veg í vanda, varpa geislum, himinsól! Sækjast höfin okkar anda út að sínum fimbulpól. Gott er að vera ennþá ungur. eiga í vændum langan dag, numið geta nýjar tungur, nýja siði og háttalag, ráðið bót á mörgum meinum. margri heimsku úr völdum steypt, geta úr vegi velt þeim steinum, við sem aldrei gátum hreyft. Geta, þora, þekkja, kunna það, sem engum hugsast nú; opnað hjörtum heilsubrunna hreinni, en dauð og steinblind trú. Geta í þessum gömlu dölum glaðst við lífsins vatn og brauð, þar sem við af þrautakvölum þorsta og hungurs féllum dauð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.