Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 69

Eimreiðin - 01.05.1902, Blaðsíða 69
149 geir og Solveig trúlofuðust og ætluðu þau ásamt Guðríði næsta sumar til Amerlku, því hún undi sér ekki á íslandi, eftir að hún yrði að fara frá Litla-Hvammi, og þau vildu ekki láta hana fara eina. En ekkert þeirra fór þó; því áður en til þess kæmi, tók Guðríður sótt og and- aðist, og hafði áður arfleitt Solveigu að öllum eignum sínum. »Ég vona, það sé einhver Litli-Hvammur á ströndinni fyrir handan,« sagði fiún við Solveigu rétt áður en hún dó. Sagan er ljómandi vel rituð og lýsingarnar á sálarstríði og hugs- unarfari hinnar einstöku persóna frábærlega góðar. þ Þriðja sagan heitir »Örðugasti hjallinn« og hefir hún aldrei verið prentuð fyr. Sagan er eiginlega minnisblöð gamallar konu, sem meðal annars í innganginum fer þessum orðum um sjálfa sig: »Nú er ég orðin gömul kona og á fráleitt langt eftir ólifað. Mig langar til að lifa töluvert lengur. En ég veit samt, að það er heimska. Ég er komin upp alla hjallana, upp að klettunum, og hamingjubrúnin er langt, langt fyrir ofan mig. Það fer enginn þann veg á mínum aldri. Og annars minnist ég þess ekki, að ég hafi séð neinn spóka :sig þar uppi.« Hún kveðst nú ætla að skrifa ofurlítinn þátt úr ferðasögu sinni, segja sjálfri sér frá, hvernig sér hafi gengið að komast upp á einn hjallann, — þann, sem örðugastur hafi verið uppgöngu, — hjónabands- ástarhjallann. Hún ætli að segja frá öllu sem sannast og réttast, að hún hafi vit á, þó hún viti vel, að það verði sér til lítils sóma. Ann- ars er aðalefni sögunnar þetta: Þórdi's prestsdóttir var einbirni og móðurlaus, frá því er hún mundi til sín. Stallsystur átti hún engar, en leikbræður tvo, eftir að hún var farin að stálpast. Annar þeirra hét Asgeir, en hinn Þorkell. Þeir voru synir efnabænda á næstu bæjum við prestssetrið, jafngamlir, þrem ár- um eldri en prestsdóttir. Á vetrum voru þeir að jafnaði til náms hjá föður hennar nokkur ár, og frá honum fóru þeir í skóla. Þeir vóru miklir vinir, en harla ólíkir. Asgeir var snarlegnr, ráðríkur, bráðnæmur, ör- látur, viðkvæmur og sítalandi. En Þorkell var þunglamalegur mál- stirður, hlýðinn og eftirlátur, iðinn, tornæmur og samhaldssamur. Ás- geir réð einn öllu, hvað sem þeir áttust við. Vanaviðkvæðið var, að jborkell elti Ásgeir, eins og lamb móður sína, og — að Ásgeir elti þórdísi. Þegar Ásgeir var orðinn stúdent, trúlofuðust þau, hann og prests- dóttir, á laun og hétu hvort öðru ævarandi trygðum. Svo sigldi hann til háskólans og lofaði að skrifa henni með hverri ferð. En urn haustið kom ekkert bréf frá honum og svo liðu 6 ár, að ekkert bréf kom frá honum, en að eins fréttir um, að hann stundaði ekki nám sitt, heldur hefði leiðst út í svall og ólifnað. Þetta fékk auðvitað mjög á prests- dóttur, svo hún varð varla mönnum sinnandi, því hún unni Ásgeiri hugástum. En eftir þennan langa tíma hlutu allir vonarneistar um hann að slokna í brjósti hennar. Þorkell hafði hætt við skólanám á miðri leið og tók við búi eftir föður sinn nýdáinn. Hann var ágætur búhöldur og vinnugarpur hinn mesti. Hann var jafnan orðfár, gætinn og góðmannlegur. Það leyndi sér ekki, að hann hafði augastað á prestsdóttur, enda leið eigi á löngu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.