Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Page 11

Eimreiðin - 01.05.1902, Page 11
9i Alþýðuskáld Þingeyinga. Ýmsir framrækustu áhugamenn þjóðar vorrar, hafa haldið fram þeirri skoðun á síðari árum, að íslenzk alþýða sé miður mentuð en alþýða annarra landa í Norðurálfunni, og hafa þeir fært fram ýmsar ástæður, eða líkur, máli sínu til stuðnings. Eg hef hugsað nokkuð um þetta mál, svo sem nærri má geta, þar sem ég er einn alþýðumaðurinn. og lít þess vegna svo á, að til mín sé talað, jafnframt því, sem mælt er til alþýðunnar yfirleitt. Eó hef ég ekki séð ástæðu til að rita beinlínis um þetta mál, í því skyni, að andmæla höfundunum. Til þess að halda málefn- inu vakandi, vil ég nú samt leggja skjöl fram í málinu. Eessi skjöl eru kvæði eftir fjögur alþýðuskáld hér í sýslunni. Reyndar býst ég við, að siðameisturum þjóðar vorrar þyki þessi gögn létt á metunum, þegar um mentun alþýðunnar er að ræða yfirleitt. Eeir munu segja sem svo, að fáeinir menn geti skarað fram úr, en allur meginmúgurinn verið mentunarlaus alt að einu. Ég skal ekkert fullyrða um þetta. En miklar líkur eru til þess, að skáld alþýðunnar séu blóð af blóði hennar og hold af hennar holdi. Næst liggur að ætla, að þau séu aðeins auga og eyra, rödd og tunga þeirrar sálar, sem lifir og vakir í landinu. Auðvitað er það, að hér í landi er mikill mentunarskortur og skammsýni. En hins vegar efast ég um, að þeir menn skilji fólkið rétt, sem mest hafa rætt um mentunarskort þess. Alþýðan er óframfærin og dul, heldur seinlát, eða »tómlát«, eins og Norðmenn kölluðu mörlandana fyrrum. Eegar þeir menn athuga hana, sem eru á annarri hillu en hún, finst þeim almúginn vera sljór og áhugalaus, mentunarlaus og vitlítill. Tökum t. d. þessi skáld, sem hér eru sýnd. Allir þessir menn eru nálega óþektir og hafa ekki einu sinni komist í hrepps- nefnd. En getur nokkrum sýnst, sem les kvæðin, að höfundarnir séu áhugalitlir, skammsýnir, ómentaðir? Tveir þeirra hafa þó ekki á skóla gengið. Petta átti að vera formáli að eins. — En mér er illa við langa formála og vil ég því vera stuttorður. Tess vegna ætla ég

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.