Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Side 48

Eimreiðin - 01.05.1902, Side 48
128 hluti landsmanna játaði þá trúarfræði. Grúndtvíg lagði sterka áherzlu á þessa röksemd og kvað hana vera hina einu vörn fyrir því embætti ríkisins. Að vísu höfum vér fengið sóknabandið leyst, sömuleiðis skyld- una til að skíra og ferma numda úr lögum, og enn er það, að kjörsöfnuðir eru leyfðir. En hitt stendur, að kirkjan sem evang,- lúthersk er studd af ríkinu, og á það að þýða, að til þess að geta orðið aðnjótandi allra gæða þjóðkirkjunnar, verða landsmenn að veita viðtöku þeirri kirkjuskipan, sem ríkið tilsetur (sóknaskipun) eða leyfir (kjörsóknir). Sá sem óánægður er með það fyrirkomu- lag — afskifti og umráð ríkisins yfir kirkju og skóla, kennimensku og barnafræðslu — hann má ganga úr og sjá sér sjálfur fyrir sínum trúarlegu þörfum, en hlýtur þó framvegis að lúka kirkjunni skatta og skyldur og mæta ýmsum óþægindum meðan líf hans endist. Og þetta þýðir enn fremur: enginn getur orðið prestur 1 þjóðkirkjunni eða trúarbragðakennari í barnaskólum, nema hann hátíðlega heiti að framfylgja fastákveðinni kenning, sem lögfest var hér í landi sem rétttrúanarkenning fyrir 400 árum. Rjúfi hann heit þetta, má hann eiga von á ofanígjöf eða embættismissi, og sýnist hættan ekki fjarri oss, þegar æstur og rammur lítill minni hluti sækir geyst fram og með trúarjátingarnar fyrir hlífar heimtar umsvifalaust, að hin »hreina Lútherstrú« sé ráðandi, en allir prestar og kennarar víki, sem ekki skilji trúargreinirnar eins og þær voru skildar og skoðaðar fyrir fjórum öldum! Pað er þetta ástand, sem hin danska þjóð á nú við að búa og hefur átt frá því heimatrúboðið kom fram í algleymingi sínum, stutt og styrkt af hákirkjuvaldinu, en Grúndtvígssinnar, þeir sem fyrrum voru riddarar alis kirkjulegs frelsis, horfa hljóðir á ellegar gjöra hálfhikandi athugasemdir, þegar fram úr þykir keyra. Hinir »rétttrúuðu« hrósa sér og hreykja af nafninu hinn fá- menni »Herrans hópur«, bæði á prédik. stólnum og á fundum, í bænum og sálmum sínum. Og þaö er satt, að þeir eru enginn stórfjöldi. En þegar þeir segjast vera ofsóttir, hálfgildis píslar- vottar, sem öll strá hinnar vondu veraldar stingi, þá fer skörin upp í bekkinn. Sannleikurinn er sá, að þessi smáhópur, sem í trúar- efnum stendur á grundvelli ársins 1536, heldur allri þjóðinni undir harðstjórnaroki og hættir aldrei óneyddur fyr en hann er búinn að lcyrkja allan sannan anda siðabótabótarinnar. Að því leyti sem liið hlægilega byggist á mótsetning — mótsetningunni milli manns-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.