Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1902, Síða 9

Eimreiðin - 01.05.1902, Síða 9
ætti að taka suðurríkin í sátt, án þess þau yrðu að sæta nokkrum afar- kostum. Hann vildi láta alt vera gleymt, með því að þrælahaldið væri nú úr lögum numið. Sama daginn (og Beecher hélt friðartölu þessa í Charleston) varð atburður sá í Washington, er æsti norðanmenn gegn sunnanmönnum. Lincoln hélt stjórnarráðsfund þann dag. Um kvöldið fór hann með konu sinni og nokkrum vinum sínum í leikhús. Hann var mjög glaður í anda. Og ánægja og gleði lýsti sér á svip allra manna. En meðan leikurinn stóð sem hæst, heyrðist skot í forsetastúkunni. Um leið hljóp maður út úr stúkunni og hrópaði: »Suðurríkjanna er hefnt«. Lincoln hafði fengið banasár og dó næsta dag. Viku seinna fanst morðinginn. Hann vildi eigi gefast upp og var því skotinn til bana af hermanni einum. — Lincoln frelsaði Bandaríkin og lét líf sitt um leið. Eftir ófriðinn var aðalstarf Beechers fólgið í því, að friða og sætta. Hann vildi eigi láta sunnanmenn sæta neinum afarkostum. Þessu undu margir vinir hans illa. Og einn þeirra gerðist sárbeittur fjandmaður hans. Einu sinni kom Beecher til Richmond eftir stríðið. Honum var ráðið frá því að flytja þar tölu. En hann'lét eigi letjast. Það var auglýst, að hann ætlaði að tala þar um »norður- og suðurríkin«. Þar kom saman mesti mannfjöldi. En eigi þótti líklegt, að Beecher mundi verða fagnað í höfuðborg sunnanmanna. Þegar hann kom fram á ræðupallinn, þá fagnar honum ekkert lófaklapp. Það var dauðaþögn í salnum, eins og kyrð á undan stormi. í beztu sætunum sátu leiðtogar sunnanmanna. Meðal þeirra var herforingi Fitzhugh Lee. (Herforing- inn mikli, Robert E. Lee var náfrændi hans). Til beggja handa honum sátu nafnkunnir sunnanmenn. Það heyrðist dálítið blístur frá loftsvölunum. Og alt virtist benda á, að áheyrendurnir ætluðu eigi að gefa Beecher gott hljóð. Hann gekk þá fremst fram á ræðupallinn, nam staðar beint fram undan herforingja Lee og sagði: »Ég hefi séð mynd af herforingja Fitzhugh Lee og mér sýnist, að þér séuð maðurinn. Hefi ég rétt að mæla.« Herforingja Lee varð hverft við ávarp þetta. Hann hallaði sér aftur á bak í sætið og hneigði höfuðið lítið eitt til jákvæðis. Fagurt gleðibros lék um andlit Beechers. Hann rétti fram hægri hönd- ina og mælti á þessa leið: »Ég vil bjóða yður hönd þessa. Hún barðist á sinn hátt gegn sunnanmönnum. En nú vildi ég feginn leggja hana í sölurnar fyrir heill og hagsæld þeirra. Viljið þér taka í hönd mér, herforingi?« Herforingi Lee hikar eitt augnabhk, sprettur síðan á fætur og réttir Beecher höndina. Þegar áheyrendurnir sjá samtengdar hendur mótstöðumannanna, þá kveður við lófaklapp og fagnaðaróp. Beecher tók aftur til máls. Hann kvaðst mundi segja narðanmönnum frá því, sem hér hefði orðið: »Ég kom til höfuðborgar sunnanmanna með hjartað fult af kærleika til þeirra. En sannfæring mín hafði áður knúð mig til að berjast gegn þeim. Sunnanmenn mættu mér á miðri leið. Þeir eru eins fljótir að fyrirgefa, eins og þeir eru hvatir í orustum.« Orðum þessum svöruðu áheyrendurnir með óstöðvandi lófaklappi. Beecher hélt síðan tölu sína um »norður- og suðurríkin« og var gerður að henni mesti rómur. Þegar henni var lokið, fylgdu áheyrendurnir honum til vagns með fagnaðarópum.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.